Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1911, Side 68

Eimreiðin - 01.01.1911, Side 68
68 um mikla nautn af. Og svo hyggjum vér, að fleirum muni fara. Næst er von á fjórða þættinum, sem á að heita »f’orradægur«, og bú- umst vér við, að fá þar eitthvað meira að heyra af Þorsteini grenja- skyttu og sennilega í einhverju sambandi við Höllu. V. G. J. MAGNÚS BJARNASON: YORNÆTUR Á ELGSHEIÐUM. Sögur frá Nýja Skotlandi. Rvík 1910. í sögusafni þessu eru 7 sögur og allar vel læsilegar og sumar dáindis skemtilegar. Frásögnin er létt og lipur, en engin tiltakanleg snild í þeim. Málið á þeim er yfirleitt gott og hreint, þótt fyrir bregði óviðkunnanlegum orðmyndum og orðtækjum. I'annig er t. d. »Indía« ensk orðmynd i staðinn fyrir »Indland«, og víða kemur þar fyrir orð- tækið »að detta til hugar«, sem er grautarhræringur úr tveimur ís- lenzkum orðtækjum: »að detta í hug« og »að koma til hugar«. En slíkt eru smámunir, sem lítt saka. Annars les maður sögurnar með ánægju, því þær bregða upp ýmsum allgóðum dráttum úr nýlendulífi hinna fyrstu íslenzku frumbýlismanna vestan hafs, og það jafnan á þann hátt, að frásögnin hefir holl áhrif. Allir þeir íslendingar, sem frá er sagt, koma þar fram sem mannkostamenn að einhverju leyti, sem gera sér alt far um að verða þjóðflokki sínum til sóma, og aldrei fyrirverða sig fyrir að játa, að þeir séu íslendingar, heldur miklu fremur eru upp með sér af því (»sbr. bls. 166: »Ogégman, að ég þóttist mikill af því, að vera íslendingur«). Að þessu leyti hafa sögur þessar einkar holla kenningu að flytja löndum vorum vestan hafs — og mörgum heima fyrir reyndar líka. Sérstaklega eru sögurnar síslenzkt heljarmenni« og »íslenzkur ökumaður« góðar, og mundi margur kjósa að fá framhaldið af hinni stðari, sem ekki virðist nema hálfsögð enn. Og honum er óhætt að halda áfram að semja fleiri sögur, honum J. Magnúsi Bjarna- syni, því þær verða bæði keyptar og lesnar sögurnar hans, ekki ein- ungis af því, að þær eru góð dægrastytting, heldur og af því, að lýs- ingar hans hafa í ýmsum atriðum þýðingu fyrir kynflokk vorn vestan hafs og alla þá, sem kynnast vilja fyrstu frumbýlingssporum hans. V. G. t'ORGILS GJALLANDI: DÝRASÖGUR I. Rvík 1910. Góð bók og gagnleg þetta. Engin vanþörf á að minna íslend- inga á að fara betur með skepnurnar sínar. f’eir hafa nógu lengi kvalið þær og horfelt, sér til skaða og skammar. Og í þeim efnum eru þessar 12 sögur um húsdýrin okkar helztu (hesta, sauðfé, kýr og hunda) ágæt áminning og um leið bezta leiðbeining. Og þær eru líka líklegri til að hafa áhrif en flest eða alt, sem áður hefir verið um þetta ritað. Því þær eru engin dómadags refsiræða, sem flestir mundu skella við skolleyrunum, heldur snildarlegur kenniskáldskapur, sem ekki síður talar til hjartans, en sannfærir um skömmina og skaðann. Menn ættu að láta sem flesta unglinga lesa þær, því af þeim er umbótanna að vænta fremur en af hinum eldri (»ilt að kenna gömlum hundi að sitja«). Og þá spillir ekki málið á sögunum til. f’ær eru meira að segja dálítil gullnáma fyrir íslenzka orðabókahöfunda. Svo mikið er þar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.