Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 2
15« þegið fé og mentun að Dönum. En það eru þau gæði, sem mest þykir um vert í veröld mentanna. Danahatur mentamanna vorra var þó eðlilegt fyr á tímum, þegar þverúð Dana kom svo hart niður á íslenzkum málum, að stundum vóru þau virt að vettugi með blákaldri þögn, en stundum synjað staðfestingar, að ástæðu- lausu. En nú er öldin önnur, þar sem Danir hafa rétt fram hönd sína til samúðar og samvinnu og brosað við okkur út undir eyru. Kynslóð, sem ber í brjósti sér hjarta hálfeitrað af hatri til frændþjóðar sinnar, en þiggur þó að henni féstyrk og mentun, — sú kynslóð er æðimikið athugaverð og á langa leið ófarna til sannra menningarþrifa. Hún virðist vera andlega náskyld Gyðing- um, sem grýttu spámennina, sem þeim vóru samtíða, en hlóðu hinum bautasteina, sem fallnir vóru. Gyðingar elskuðu sjálfa sig heitt og innilega, og trúðu því, að guð hefði valið þá, til að skipa öndvegi meðal þjóðanna. En þeir hötuðu nágrannaþjóðirnar og þóttust hafa guðsskipun til að ræna þær og drepa. þeir trúðu því statt og stöðugt, að guð hataði allar þjóðir nema Israel og ætlaði þeim náttból undir öxi Gyðinga, eða áþján að öðrum kosti. Svona er hatrið máttugt. Paö nær inn í ókunna landið. Trúar- bragða-hatrið heíir verið verst í mannheimi og þar næst þjóðernis- hatrið. Og þegar þessir hatursandar hafa sameinast, hefir mann- eðlið orðið að grimmu dýrseðli. Vér þekkjum þessi hatursöfl af sögu Tyrkja og Rússa, að ógleymdum Gyðingum. Peir hafa allir soðið stálið í morðvopn sín við eld og afl trúarhroka og þjóð- drambs; þær þjóðir, hver um sig, hafa trúað því, eða talið sér trú um, að þær væru kjörnar til þess, að elska sig, en hata aðrar þjóðir. Og allar bera þær fyrir brjósti skipun frá æðra heimi. Jave bauð Gyðingum þetta og Múhameð Aröbum. Og Rússar þykjast enn þann dag í dag hafa köllun til þess, að leggja undir sig lönd og lýði. Petta eru alt »landvarnarmenn« og »sjálfstæðis- menn«, sem kveikt hafa eld og bál fyrir dyrum náunga sinna og nágranna-þjóða, en látið heimalöndin fúna niður í órækt, og þjóð- ina liggja í sárum á móðurmoldinni. Viðkvæm og sterk þjóðernis-tilfinning er góð og gagnleg. En þegar hún er mögnuð hatursmótvægi til útlendra þjóða, þá er hún ill og óþörf. Mér kemur í hug lambelska ærinnar. Þegar hún er ein um lambið sitt, annast hún það með svo mikilli ástúð, að engin kona sýnir barni sínu þvílíka elsku. En þegar ærin kemur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.