Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 3

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 3
»59 í hús eða stekk, þar sem fleiri ær eru með lömbum sínum, verð- ur ærin úthverf í aðra röndina. Hún vegur lömbin upp á horn- unum, þegar þau snapa að henni, eða nístir þau upp við stein- vegginn. Lambelska ærinnar er mögnuð þessu hatursmótvægi. Og eins er háttað ættjarðarást þeirra manna, sem hata þjóðirnar utan við landamæri ættjarðar sinnar. Við köllum þessar tilfinning- ar blindar, og er það ekki tiltökumál um skepnurnar, sem mál- lausar eru og ófærar að taka tilsögn, þó að þær séu ófullkomnar í ástamálum. En mennirnir ættu að vera komnir á hærra stig en þær, og vera vaxnir upp úr því, að lifa eins og geitur á garða — sem: »meinbítast og stangast«. Gamalt máltæki segir: lofaðu svo einn, að þú lastir ekki annan. Petta er fallegt mál og lýsir göfugum hugsunarhætti. Pessi málsháttur er orðinn til, áður en blaðamenska og þjóðmálamenn tóku að skifta landslýðnum í hafra og sauði. Nú er það orðin landsvenja að lasta annan, þegar einn er lofaður, og að elska eng- an, án þess að annar sé hataður. Ættjarðarástin ætti að festa sér í minni þessi sanngjörnu orð og viturlegu: Lofaðu svo einn, að þú lastir ekki annan. Elskaðu svo einn, að þú hatir ekki annan. Pað er bæði sanngirnismál og mannúðarmál. Unga kynslóðin í landinu — og nokkur hluti vaxinna manna — hefir tekið sér fyrir hendur, að vilja ekki annað takmark Fjallkon- unni til handa, ekkert annað en skilnað við Dani, eða fullkomið ríkissjálfstæði. Svo mikið kapp hefir verið lagt á þetta mál í Pingbrekku og á Stjórnarstöðum, að kýrnar á þeim bæjum hafa mist máls og ærnar hlaupið ónytjaðar og síðan algeldar upp um fjöll og firnindi. Pað er að segja: lífinu hefir verið gleymt heima fyrir og daglegum nauðsynjum, en lifað og masað uppi í skýja- borgum og loftköstulum, sem þjóöin hefir ekki bolmagn til að koma á jarðfastan grunn, vegna fjárskorts og fámennis. Petta er ungt og leikur sér, segjum vér um börnin. Við því er að búast, að þau kjósi sér til handa sjálfræði og ærslagang, meðan þau finna ekki til ábyrgðarinnar, sem hvílir á hverjum fuli- orðnum manni, sem er maður með mönnum. Við sem nú erum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.