Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 7

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 7
Forkólfar landsmálanna setja svipinn á ættjarðarástina. Fegar þeir eru fullir af hatri og bólgnir af úlfúð til þeirra manna, sem vilja ekki lúta þeim, þá eitrast andrúmsloftið í landinu og hver dregur dám af öðrum. Pá verður »loft alt lævi blandið«. Eg nefndi trúarbragða-hatrið, sem stafaði af misskilningi mann- anna. Smámsaman sáu beztu menn þjóðanna, að kristindómur- inn er fólginn í lítillæti, en ekki hroka, mannúð, en ekki hatri, von, en ekki hræðslu, og trú í sambandi við mannúð, lítillætí og von. En trúin ein er ónýt, ef undirstöðuna vantar, þessa, sem er sjálf- gefin heima í hugskotinu. Pessi skilningur á kristindóminum hefir brugðið upp nýju ljósi í mannheimi, og vonandi er, að nýr gróð- ur spretti upp í þessu nýja sólskini, nýr mannlífsgróður. Petta er góða trúin. En hitt er vonda trúin, sú sem hatar og berst um. Mér sýnist ættjarðarástin hafa borið sig að eins og gamla trúin. Mennirnir, sem mest hafa stært sig af ættjarðarást og galað hæst um hana á mannamótum og á almannafæri, og brigzlað öðrum um ættjarðarsvik og innlimun, — þeir hafa sjálfir verið mestu annmarkamennirnir inn við beinið. Feir hafa gleymt lífinu í landinu og haft hugann handan við sjóndeildarhring verulegra við- burða. Þeir hafa verið í raun og veru skýjaglópar, sem dottið hafa um brauðkefli lífsins og sjálfir eru þeir á brauðfótum. Við, sem erum önnum kafnir á grasrótinni og sjáum aldrei út yfir skylduverkin, dáumst ekki að mönnunum, sem láta vaða á súðum, óvátrygðan knör, eða reka á reiðanum út í hafsauga. Og við tökum ekki ofan fyrir þeim spjátrungum, sem eru með rosa- baug um höfuðið uppi í skýjaborgum og loftköstulum. Hefir engum orðið starsýnt á það nema mér, að sumir rauð- höfðar landvarnarinnar í gæsalöppum hafa flogið úr landi, — úr föðurlandi sínu, og til þess landsins, sem er svo úr garði gert, að þangað liggja öll spor, en engin þaðan. Pessir menn hafa ekki viljað lifá með þjóðinni sinni. Feir hafa sagt sig úr lögum við lífið í landinu, snúið bakinu við náttúru lands vors, sem þeim þykir vera fullgóð handa öðrum, en of ill handa sjálfum sér. Þeir hafa ekki viljað lúta að atvinnuvegum landsins, eða líta við þeim. Peir og þeirra frændur, sem sumir sitja heima og lifa á öðrum, ■—hafa aldrei kafað íslenzka ófærð, aldrei tekið snjóreku frá bæjar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.