Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 8

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 8
164 dyrum föður síns^ og aldrei nent að sækja vatnsdropa í lækinn handa móður sinni. Það er sú landvörn, sem okkur ríður mest á, að gengið sé í bardaga hversdagslífsins með alþýðu. Okkur ríður lífið á, að það sé gert, þjóðinni fjölgað og landið bygt og unnið. Réttur landsins gagnvart útlendu drottinvaldi má heita vel trygður nú, þar sem vér komum fram öllum málum vorum, sem samþykt eru á alþingi. Skórinn kreppir ekki að þjóðinni í tána, þ. e. a. s. út á við. Skókreppa okkar öll er í hælinn — heima fyrir. En þjóðmálasmyrlarnir og landsmálaskúmarnir setjast svo sjaldan á jafnsléttu lífsins, að þeir vita ekki, hvar skórinn kreppir að alþýðu. Og þessa menn kýs svo alþýðan í virðingarstöður sínar, til að reka trúnaðarerindi lands og lýðs. Vera má, að þeir viti þó, hvar skórinn kreppir að lýðnum. En þeir meta það meira, að veita vötnum á mylnuna sína, heldur en að skara eldinn að köku almúgans og hefja þjóðina úr niður- lægingu. Okkur er gjarnt að lofa liðna tímann — okkur, sem komin erum til vits og ára. P*að er kallað afturfaramerki, og þeim er brugð- ið urn hnignun, sem eru við þetta heygarðshornið. •—En tvímæla- laust er margt það í fari liðinna manna, sem lofsvert er og að- dáunar. Pegar gömlu mennirnir, sem vér köllum svo, vóru á unga aldri, kölluðu þeir sig engum tildurtiöfnum. Eá var engin auglýs- ingatíð, og gullið kallað gull og leirinn leir. Pá gengu ungu menta- mennirnir að heyskap og réru á sjó. Og fullorðnu mentamennirnir unnu öll störf. Pað er sagt t. d. um Halldór Friðriksson, að hann kæmi með heystrá í skegginu í kenslutímana. Ungir og aldnir mentamenn sættu sig við iðjulífið í landinu og unnu fyrir það kaup, sem atvinnuvegirnir þoldu að gjalda og landshættir leyfðu. Pessir menn vóru í raun og veru sjálfstæðismenn og landvarnar- menn, góðir og gildir Islendingar, þjóðlegir föðurlandsvinir. Pessir menn eiga lofmæli skilið. Peir efldu sig í æsku með störfunum og beindu vilja sínum í ákveðna átt. Nú vita ungu mentamennirnir ekki, hvað þeir vilja verða í lífinu, alt of margir. Peir vilja. að alt gangi einhvernveginn, og að Danahatur lifi og logi í landinu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.