Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 9

Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 9
i6$ Þaö er þeirra vilji, ef vilja skyldi kalla. Petta er þeirra ættjarðar- ást, ef ást skyldi kalla. Mér dettur í hug Andrés sálugi óvitring- ur. Hann góndi upp í skýin að kvöldi dags og sagði: Eg veit það verður eitthvert veður á morgun. Séra Sigurður á Eyri, faðir Jóns forseta, vissi, hvað hann vildi. Hann gekk að heyskap og stundaði sjóróðra, hafði for- menskuna á hendi og gekk á hólm við örðugleikana. Hann var lengi aðstoðarprestur föður síns og hafði 12 dala árslaun. Pau þættu lítil nú. Ejóðin gaf honum harðan kost. En hann gaf þjóð- inni Jón forseta, sláandi gras og róandi á sjó með föður sínum, meðan hann var ungur, en vinnandi að réttarbótum föðurlandsins, þegar honum óx aldur og vizka og þekking á sögu og sannleika. Nú hafa prestar árslaun fimtíu sinnum hærri en séra Sigurð- ur á Eyri, og sumir hálaunamennirnir sjötíu sinnum sjö sinnum hærri, og þó þykjast allir hafa of lítið. Og enginn þeirra vill slá gras eða róa á sjó. En nú fæðist enginn Jón Sigurðsson. Engin himinteikn sjást, sem boði þessháttar fagnaðartíðindi, því hala- stjörnurnar, sem nú eru orðnar svo algengar í augsýn, þær eiga víst önnur erindi í ljósmál. Pær vita æfinlega á óáran — ef ekki ótíð, þá óáran í mannfólkinu. En sú óáran er verri en öll önnur, segir Konungsskuggsjá. Ættjarðarástin þarf að uppræta úr þjóðinni þetta, sem Kon- ungsskuggsjá kailar »óáran í mannfólkinu«. Eeir menn, sem þykj- ast vera merkisberar á orustuvelli landsréttindanna, ættu að byrja á sjálfum sér, og gera stjórnarbót í sjálfs sín hugskoti. Og þegar það er búið, er tími til að færa út kvíarnar og sópa fyrir dyrum náunganna. Ég gat þess áðan um trúna, hve laus hún væri við lífið á jörðinni. Trúarbragðahatrið kom af því, að trúarmeðvitundin náði ekki að samþýðast viðbúðinni við mennina. Pá drápu trúmennirnir náunga sína og þóttust gera guðsvilja á blóðvellinum. Vér undr- umst þessa aðferð og kennum í brjósti um þá menn, sem frömdu þessa svívirðu. Og okkur finst, að nú séu mennirnir, í okkar landi a. m. k., vaxnir upp úr þessum böðulsbúningi. En gáum að hvar vér stöndum. Hatrið logar enn þá í hugskoti mannanna í kringum okkur, þeirra sem beita sér fyrir málum þjóðarinnar. Hárin rísa á höfðum þeirra af úlfúð, þó að þeir þykist vinna

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.