Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 14

Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 14
170 Fornmenn trúðu því, að til væru dökkar dísir og bjartar og þær eru enn þá til. Eg get nefnt 9 dísir bjartklæddar, sem reyna altaf að bæta fyrir uslaverk hinna. Pær heita svo: Hógvœrð, Iðm, Atorka, Góðviid., Sdttfýsi, Sanngirni, Alúð Umhyggja og Ættjarðardst. Hún er fyrir þeim öllum. Ég hugsa mér ættjarðarástina eins og konu — eins og göf- uga kenslukonu, sem tekur börnin á kné sér, og laðar þau til náms, kennir þeim lífsspeki og lifnaðarhætti. Ég geri til hennar miklar kröfur. Ég ætlast til, að hún haldi unglingunum í landinu, °g ger> rnenn úr þeim, drengina vöðvastælta og vinnugefna, stúlkurnar sællegar og blómamiklar og fúsar til að gegna skyld- um sínum, þegar þær þroskast. Og ég hugsa mér ættjarðarástina eins og volduga húsfreyju, sem ræður yfir mannmörgu heimili. Hún þarf að vera fær um að miðla málum, þegar misklíð verður í bænum og draga hugina saman. En hún þarf einnig að eiga í fari sínu skörungsskap, vold- uga heilaga reiði, þegar þörfin krefur að rekinn sé ósóminn úr bænum — burt af þjóðarheimilinu. — Ættjarðarástin er bæði ung og gömul, — hún er nálæg í tímanum og fjarlæg í sögunni. Ég get bent á hana í námunda, alstaðar, þar sem þjóðin er að drengilegu starfi, með höndum eða huga, á sjó og landi, út á andnesi og inn í afdal. Hún er alstaðar, þar sem hjón eiga arineld og jörðin er ræktuð. Og hún er hvarvetna, þar sem barist er við örðugleikana og aldrei lagt á flótta, þó að iharðni að og kólni um<s-. Og ég get bent á hana í fjarlægðinni — í landi endurminn- inganna, þar sem Porgeir Ljósvetningagoði stóð á þúsund ára þinginu og sagði upp lögin, til þess að friðnum yrði ekki sundur- skift í landinu. Stundum er örðugt að þekkja sundur sanna ættjarðarást og falska. Falskonan er leikin í þeirri list, að villa mönnum sjónir og fleka þá með bragðvísi. En þó er hægt að þekkja þær að, ef vel er gætt að framferði þeirra. Berum saman t. d. ættjarðarást Éorgeirs á þingi og eins höfuðblaðsins okkar, sem sagði síðast liðið sumar þessi dæmalausu orð:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.