Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 17

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 17
'73 andi brotsjór eba fjúkandi slcrof. Við sjáurn, hvað er í veði. Við getum farið nærri um voðann. Petta getur einn einasti maður gert. Ættjarðarástin er varnarlaus móti svona mönnum, nema hún hafi eindregið alþýðufylgi til varnar. Vaktu á vaðbergi, alþýða! Eg ætlaði að enda mál mitt með þessum orðum. En ofur- litlu æfintýri verð ég nú að bæta við. — Daginn sem ég gerði frumdrættina að þessu erindi, var ég úti staddur að heimili mínu og heyrði ég þá undarlegan og óvanalegan, kveinstafakendan jarm, sem barst frá einu fjárhúsinu mínu, spottakorn frá bænum. Mér þótti þetta kynlegt og skildi ekki orsökina. Mér datt í hug, að maðurinn, sem húsið hirti, kynni að hafa orðið bráðkvaddur í garðanum, með hneppið í fanginu, og að féð væri að troðast undir í aðganginum við að ná í heyið. Eg hljóp til hússins og lauk upp hurðinni. Pá hertu kindurnar á jarminum og mændu á mig stórum augum. Pær hljóðuðu og veinuðu og emjuðu. Og hvaða orsök mundi vera til þessarar óvenju? Hún var ekki vand- fundin. Fáeinar kindur vóru að berjast í báðum krónum og vóru þær í heiftarhug. En hlutlausu kindurnar tóku sér svona nærri ófriðinn í húsinu, að þær vóru eins og á nálum. Orsökin var tví- mælalaust þessi, því að ófriðarskepnurnar hættu um stund að berjast, þegar ég kom í dyrnar, og þá hættu hinar að kveina. En svo byrjaði bardaginn aftur, og þá tóku friðarkindurnar að hljóða á nýjan leik. Friðelsku kindurnar skildu það, að félagslífinu í húsinu var hætta búin af barsmíðinni og heiftinni. Eg hefi fyrri séð sams- konar dæmi. Pað þykir vita á hvassviðri, þegar kindur berjast mikið — hvassviðri og umhleypinga. Peim er þá ekki sjálfrátt. En spöku kindurnar vilja ekki hafa þessi læti. Pær eru vitr- ari en margur heldur. Sauðkindurnar eru vitrari en margur mað- urinn, og miklu betur innrættar en sumir leiðtogar lýðsins, sem kjósa ófriðareldinn til handa landi og lýð. Pað er ekki tilviljun, að þeir menn eru ríkastir af sannri ætt- jarðarást, sem stunda sauðfjárrækt. Pað er miklu betra til mann- úðarþrifa, að umgangast góðar sauðkindur, heldur en misendismenn. 12

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.