Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 18
174 Göfug ættjarðarást þráir friðinn og elskar hann — frið til ó- brjálaðra hugsana, frið til athafna og frið til að græða gömul þjóðarmein. í fornaldarsögum Norðurlanda er getið um göfugan konung, sem hét Fróði. Hann var svo friðsamur í stjórn sinni, að andi friðsælunnar breiddi sig yfir ríkið. Enginn leitaði á annan. Plógar vóru smíðaðir úr sverðum og akrar gerðir úr orustuvöllum. Stjórn- artími Fróða er kallaður Fróðafriður, og konungurinn nefndur Frið-Fróði. Petta lítur út eins og æfintýri. En látum svo vera, að þetta sé skáldsaga. IJað er þó merki- leg frásaga, um þrá göfugra manna og löngun eftir mannúðar lífi og drengskapar, þar sem lifað er á handafla sínum, en ekki á hólmgöngum né stigamensku. Draumsjónin um Fróðafrið hefir ekki enn þá ræzt í neinu landi. Skáldið, sem segir söguna, eða spekingurinn, veit það vel. En það veit frásögumaðurinn, að sagan verður áhrifameiri, ef svo er að orði komist, að eitthvað framúrskarandi hafi gerst, heldur en ef sagt væri, að það mundi gerast. Frásaga um framkomna atburði hrífur mannshugann meira, en spádómur, sem ef til vill rætist aldrei. í*egar göfuga konan kemst til valda — ættjarðarástin, sem ég hefi talað um, sú sem elskar landið og þjóðina og ann mann- kyninu, þjónar öðrum, en gleymir að hlaða undir sjálfa sig, — pá rætist vonin um Fróðafrið. Ast. (Brot.) I. Was ich sehe redet Wunder zu mir. SCHOPENHAUER. Mannseðlið minnir á silfurbergið íslenzka; ljósgeislinn, sem lendir á því, sundrast í tvo. Eins er í mannseðlinu einhver al- heimsgeisli af þrá, sem klýfst í ást og trú, löngun eftir að lífið haldi áfram í niðjum, og þó í einstaklingnum sjálfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.