Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 23

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 23
179 Svo lengi sem lífsfleyið ber mig um lognsæ og brimrótsins slóð, já eilífðar efstu til stundar ég elska þig, dýrasta fljóð! Helgasta hnossið er fundið, og himinn nú opnast mér nýr; aftur frá vorblómum ungum angar nú blævindur hlýr. Er ég lít þig augum og þitt fóttak heyri, eykst þá anda mínum afl og styrkur meiri. Varir guðdóm geyma; grípi’ eg þínar mundir, lindir lífsins streyma ljúft um blómgar grundir. Söngfuglar þá syngja sætt í skógi grænum; lífið hlær við huga, hjartað fyllist bænum. Af hjarta ég þrái og hugsa títt um horfna daga, er auga þitt blítt ylgeislum stráði sem árdagsins sól, ilmandi blómskrúð í huga mér ól, er sorgirnar helkólu síðar. En altaf er minning þín helg og hrein, hugljúfa stjarnan, er bjartast mér skein, töfrandi fögur sem morguninn mær mild eins og vorið og árdegis blær. Ætíð þig ljósáifar leiði! II. Eitt sumarkvöld þögult sátum við fyrrum á sjávarströnd hvítri um sólseturs bil, er öldurnar brotnandi bárust að landi; blakti frá hafinu kvöldsvalur andi, en upp’ í landi í laufskógi grænum lævirkinn söng ástljóða fjöld um þá einustu stund, er elskunnar vormagni hugtekur lund. Kærasta! geymir þú gulldýran sjóð helgastrar minningar hugans í djúpi: um æskunnar ástmál og lævirkjans ljóð? Enn þá mig fylla með elskunnar fögnuði orð þín og kossar; enn þá, er gyllast við geislandi sólarlag grundir og fossar, minnist ég gagntekinn gleðinnar hátíðar; guðdómsins loga brunnu í barm mér inn blómvarir ástþýðar. III. »Eg vil bíða enn og vona, að hún komi á réttri stund.« Pannig mælti eg, þó varð biðin þung og löng, því hennar fund

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.