Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 29
leikaflokkurinn »Eldgamla ísafold«. Skötnmu stðar, er sundmenn
höfðu þurkað sér, var Stefán Ólafsson leiddur fram á bryggj-
una, og honum afhentur »sundbikar Islands« af formanni dóm-
nefndarinnar, og kvað þá við nífalt fagnaðaróp frá öllum þing-
heimi, til að árna þessum efnilega íþróttamanni hamingju sem
»sundkóngi Is/ands.«
Þetta, að vinna sundbikarinn, er það hámark, sem allir sund-
menti vorir eiga að að keppa, og mun þá íslenzk sundlist skjótt
taka miklum framförum. Pú ungi maður, hver setn þú ert, vertu
vongóður um sigurinn, notaðu bara hverja stund, sem þú átt ráð
á frá vinnu þinni, til þess að æfa þig og styrkja, og mun þér þa
smátt og smátt vaxa svo þróttur og ásmegin, að þar komi, að
þér auðnist að hafa heim með þér »sundbikar Islands«, og fá
nafn þitt letrað á hann sem minningarmark um fræknleik þinn,
er aldrei verður út skafið, heldur stendur þar sí og æ þér til
heiðurs og öðrum til fyrirmyndar. Og svo, þegar árin líða, hefir
móðir okkar, Fjallkonan, eignast álitlega hersveit af hraustum
sundgörpum, sem bæði vilja og geta reynst henni sannir synir.
Hið annað Islendingasund var háð við sundskálann 13. ág.
1911, og hafði þar safnast mikill fjöldi bæjarbúa, nær 2000
manns, enda var veður hið ákjósanlegasta að öllu leyti. Gengu
menn þangað í skrúðgöngu frá Austurvelli með lúðrasveit í broddi
fylkingar, og var kappsund þegar hafið, er suður kom að skál-
anum. Keptu þar fyrst Bj. Björnsson (13 m. 1 s.) og Sigurður
Magnússon (10 m. 344/s s.), og bar hann svo langt af keppinaut
sínum, að margir héldu, að hann mundi verða hlutskarpastur
allra, enda lét það allnærri, munaði ekki nema 24 sek. og var
honum þakkað með almennum samhug. Næst þreyttu þeir Guðm.
Kr. Sigurðsson (12 m. 22^/4 s.) og Sigurjón Sigurðsson (12 m.
39 s.) og syntu báðir vel. En mest var klappað í fjörunni, er
þeir gengu niður bryggjuna Ben. G. Waage og Stefán Ólafsson,
og miklar umræður og ágreiningur um, hvor hærra hlut mundi
bera. Syntu þeir báðir mæta vel, tóku löng og hrein bringusund-
tök, og lögðu höfuðið sundmannlega niður í vatnið. Pað var dá-
lítil ylgja 1' sjónum, en á henni bar ekkert út, því andvara bar
af landi. Pá ber æ lengra og lengra út, og eru enn báðir jafnir,
enda ekki hálfnað skeiðið. Eftir 5 mín. eru þeir komnir að út-
markinu og snúa þá báðir við, en Waage þó fyrst. »Skyldi hann
ætla að verða á undan?« hugsa margir, en annars er fullkomin