Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 33

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 33
189 erlendis, en sem frétti af því basli, er íþróttamenn hér heima ættu í með peninga og allar íþrótta-framkvæmdir. Bauðst hann þá ótilkvaddur til að leggja fram 2000 kr. ábyrgð í verðbréfum, og herti þannig á og lyfti undir áhuga manna fyrir málinu, bæði með þessu framboði sínu og hvetjandi eggjunarorðum í blöðunum. Pessi maður var dr. Valtýr Guðmundsson í Khöfn, og mun- um vér íþróttamenn allir samhuga um að þakka honum fyrir vikið. Pað sýnir, hve mjög hann hugsar um og er ant um fram- farir landa sinna í líkamsmentun. Leikvangurinn' (eða »íþrótta- völlurinn«, sem hann var nefndur) komst þannig upp undir stjórn 4. LEIKVANGURINN í RVÍK VÍGÐUR 12. JÚNÍ 1911. og fyrirsögn landsverkfræðings Jóns Porlákssonar, og var vígður 12. júní 1911 af formanni Iþróttasambandsins Ólafi Björns- syni, sem einna fastast hefir beitt sér fyrir þetta velferðarmál. Þann dag sýndi »íþróttafélag Rvíkur« þar leikfimi undir stjórn bankaritara Jóns Halldórssonar, og naut þannig þess heiðurs að vígja hinn fyrsta nútíðar-leikvang íslendinga. Leikvangurinn var þá albúinn og kom í góðar þarfir, þegar sett var leikmót Ungmennafélaga íslands á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar, 17. júní, — af biskupi landsins Pórhalli Bjarnarsyni. Var þann dag mikið um dýrðir í Rvík og hátíðablær yfir öllum, ekki sízt yfir íþróttamönnunum. Pað var vorhugur í mönnum, 13

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.