Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 36

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 36
192 Petta leikmót var yfirgripsmikið að íþróttagreinum, en þátt- takan í hinum einstöku greinum því miður ekki eins mikil og við hefði mátt búast, t. d. í skeiðhlaupum, sundi og göngu. Því hefir oft verið haldið fram, að sveitamenn væru þeir beztu skeiðmenu eða hlaupamenn, sem völ væri á. Petta væri ofboð trúlegt, ef ekki væri nokkur reynsla fyrir hinu gagnstæða. Sveitamennirnir eru auðvitað dágóðir, en þeir gætu þó verið miklu betri, þolnari og frárri, ef þeir aðeins legðu meira að sér í göngum, en þeir gera flestir hverjir. Fararskjótar þeirra yfir fjöll og dali ættu jafnaðarlegast að vera fæturnir — þeirra eigin fætur, en það eru fætur og skrokkar hestanna, sem því verða þolnari og betri til ferða og hlaupa. Allflestir eru svo gerðir, að þeir geta ekki skroppið bæjarleið nema á hestbaki, og þeir verða með tímanum náttúrlega ómögulegir til hlaupa. Skeiðmenn Reykvíkinga hafa fengið að reyna sig við nokkra sveitamenn, sem hafa veríð álitnir ágætis hlaupamenn, og hefir þá þetta komið fyllilega í ljós. En þetta á fyrir sér að lagast, enda þess full nauðsyn. Að hafa svona mikla ótrú á sínum eigin limum, er skaði fyrir manninn; það kemur fram í fleiru en því, að nenna ekki að hreyfa sig nema á hestbaki. Hesturinn verður að vera verkfæri mannsins og er hann gott að nota með köflum; en að neyta hans sí og æ, gerir manninn afarlatan til lengdar, og það er einmitt letin, sem mest pínir menn yfirleitt. Flestir hafa nógan tíma til að æfa sig, en hann er ekki notaður. Pessvegna eru íþróttamennirnir svo fáir. Eegar leikmótið var sett, var fylkingin stór og fögur. Par vóru nær 80 íþróttamenn, karlar og konur. Það sýndist því í bráðina vera alllaglegur hópur. En þegar til hinna einstöku íþrótta kom, varð hópurinn mun smærri. Og það versta var, að þótt menn hefðu ákveðið sig til þátttöku í sumum íþróttum með mánaðar- fyrirvara og undirbúningi, þá mættu þeir alls ekki á sjálfum leik- vanginum á þeim tíma, sem áveðið var í þeirri íþróttagrein. Þetta sýnir, á hve lágu stigi hugsunarhátturinn er, hve lítt menn hirða um að vera áreiðanlegir. f*að hefir sýnt sig, að ekki er nóg, að menn skrifi nöfn sín og ákveði sig til hins eða þessa, heldur verður að taka fyrirfram borgun til tryggingar því, að þeir komi á leikmótið. Pað er alveg nauðsynlegt, til þess að drepa niður og hindra slíkt kæruleysi og strákskap. Og út yfir tekur, þegar slíkt kemur fyrir hjá þeim mönnum, sem eiga að heita íþróttakennarar. Komi slíkt oft fyrir, leiðir það beint til afturfarar, því æfingaleys-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.