Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 37
193 ið gerir menn ófæra til áreynslu, en upp af nægilegum æfingum spretta sífeldar framfarir og vaxandi þróttur. Að því er keppendur þessa leikmóts snertir, þá verður rúms- ins vegna að sleppa að nefna aðra en þá, er bezt stóðu sig og verðlaun hlutu. En áður en vér komum að þeirri skrá, skal þess getið, að sumar íþróttagreinar vóru lítt æfðar, en þátttaka samt allmikil; t. d. í spjótkasti vóru eigi færri en 7 keppendur, sem sýnir, hve vænleg sú íþrótt muni til að gagntaka huga manna, enda er það fögur og góð list, að kasta vel spjóti. I göngu urðu aftur ekki nema 3 keppendur, og af þeim einn Norðlendingur, sem hætti á miðri leið. Er þetta því leiðara, sem ganga ætti að vera okkar hlutverk og við að standa þar vel að vígi í framtíð- inni. En hana þarf mjög að æfa, enda verður þá árangurinn góð- ur, auk þess hvað það er holt fyrir sál og líkama, að ganga úti 1 góðu veðri, upp um fjöll og dali, frjáls og laus við alt og alla. Slíkt er sönn sæla og gleði, sem þeir hvorki þekkja né trúa, sem aldrei nenna neitt að hreyfa sig nema á hestbaki. En það er miklu betra að ganga en að ríða, auk þess sem það sparar manni peninga, ómak og stundum leiðindi. Göngumanninum verður ekk- ert til tafar, nema hann verði veikur, en það getur eins komið fyrir á hestbaki, og engu síður. Pú ættir, lesari góður, bara að reyna einn góðan veðurdag, þegar þér leiðist einveran og tóm- lætið heima, að bregða þér upp í fjallshlíð gangandi, til að teiga heilnæma fjallaloftið og koma hreyfingu á blóðið í líkamanum. Gera má ráð fyrir, að ekki verði ýkjalangt farið í fyrsta sinn, en þegar þú ert orðinn afþreyttur daginn eftir, og finnur, hve vel þér líður, þá muntu brátt fara aftur á stúfana, lengra en áður, og verða því sólgnari í fjallferðirnar, sem þú ferð oftar. Pví slíkar ferðir gera menn glaða, léttlynda og ánægða með lífið. Menn finna, að starfsþrekið hefir aukist og lífslindin fengið nýtt að- rensli, með því að soga í sig nýjan kraft á brjóstum náttúrunnar. Verðlaunaskrá leikmóts U. M. F. Islands 17.—25. júní 1911 á leikvanginum í Rvík hljóðar þannig: Leikfimi: 1. verðl. »Iþróttafélag Rvíkur« (113 stig), kennari Jón Halldórsson bankaritari. Leikfimisfl. »U. M. F. Rvík- ur« (112 stig) fékk heiðursskjal fyrir góða frammistöðu, kennari Björn Jakobsson leikfimiskennari. Pá fékk og leikfimisfl. »U. M. Iðunnar« silfurskjöld fyrir ágæta framgöngu (sjá bls. 191).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.