Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 42
ig8 húsinu, og fór þab hið bezta fram, með ræðum og söng, og varð til þess að skapa enn meiri áhuga og glæða starfskraftana. Slík leikmót sem þetta ættu að vera annaðhvort ár. Á því væri hin mesta þörf, því við það mundi lifna meiri kjarkur meðal íþróttamanna og alúð við að æfa sig vel og dyggilega, með á- huga og einbeittum vilja — vilja á að gera sig líkamlega hraust- an. Að því á verandi og komandi kynslóð fremst af öllu að vinna í frístundunum, og allir ættu að gera sér að skyldu að glæða þann vísi til íslenzkrar hreysti, sem nú er að skapast í landinu, í þeirri vissu von, að það veröi bezti viðreisnarstólpinn til menningar í bæði líkamlegum og andlegum efnum. Að þjóðin verði aftur hraust og tápmikil, er heitasta ósk og löngun vor allra, og sú vogarstöng, sem lyft getur henni upp á við, er ein- mitt íþróttirnar. Pað er því heilög skylda hvers einstaklings, ab gera eitthvað fyrir sig og sína, til þess að verða hraustur og heilsugóður maður. Pví hvað verður úr lífsgleðinni, þegar heilsan er þrotin? Pá lendir alt í volæði og vesalmensku, einmitt því, sem útrýma á úr landinu. Island á ekki að byggja nema hraust þjóð, það á ekki að eiga nema heilbrigðar sálir í hraustum lík- ömum, sem vinna og starfa að framförum og menningu þjóðar sinnar með gleði, þrautseigju og þolgæði. Islendingar eiga að endurvekja hreysti forfeðranna og verða eins og þeir: hraust- astir allra Norðurlandaþjóða. Pað á að vera hámarkið, sem stefnt er að. LEIKMÓT AUSTANFJALLS. í Árnes- og Rangárvallasýsl- um eru nú æðimörg Ungmennafélög, og hafa þau háð leikmót við Pjórsárbrú tvö síðustu árin 1910 og 1911. Sóttu þangað fyrra sumarið allmargir íþróttamenn víðsvegar að, og vóru þar hábar glímur, stökk og skeiðhlaup. Sérstaklega vóru það glímurnar, sem fólkinu þótti mest um vert, enda er það eðlilegt, þar sem þær eru hin almennasta íþrótt vor, og allir því færastir í henni. Sigur bar þar úr býtum Haraldur Einarsson frá Vík í Mýrdal, og fékk silfurskjöld, er gerður var til sæmdar bezta glímumanni Suður- landsundirlendisins, og heitir sá skjöldur vSkarpkéðinru eftir leikmótinu. Skal um þann grip kept í hvert sinn, er leikmót er. háð á þessum stað, og var því kept um hann í annað sinn 1911. En þá bar Haraldur lægra hlut fyrir Bjarna Bjarnasyni frá Auðsholti í Ölvesi, ágætis glímumanni. Kegtu þá ekki færri en 9 menn og vann Bjarni þá alla, og varð því glímukappi Suðurlands-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.