Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 49

Eimreiðin - 01.09.1912, Síða 49
205 Krabbamein. Nýjustu vísinda-rannsóknir á þeim og lækningatilraunir. Eftir VALD. ERLENDSSON. I. UPPTÖK OG EÐLI KRABBAMEINS. Á hinum síðari og síðustu tímum er farið að rofa ögn til í því mikla myrkri, sem hingað til hefir grúft yfir þessum voðalega sjúkdómi, og er þá ekki ósennilegt, að almenningi muni kærkom- ið, að fá nokkra nasasjón af því, sem nýjustu vísindalegar rann- sóknir hafa leitt í ljós um eðli og upptök krabbameina. Skal því hér rakið hið helzta af þessu tægi. Upptök krabbameina, eðli þeirra og lækning, hafa altaf verið ein af hinum örðugustu ráðgátum mannsandans, sem enginn hefir hingað til getað úr leyst. En nú eru menn farnir að verða von- betri um, að eitthvað muni verða ágengt með þeim sífeldu rann- sóknum, sem gerðar eru um allan hinn mentaða heim nú á dög- um. Hinn heimsfrægi þýzki vísindamaður, prófessor Ehrlich, sagði í fyrirlestri fyrir skömmu: »Ráðning krabbameinsgátunnar er nú fyrirsjáanleg og eins viss, eins og hertaka PortArthúrs var, eftir að Japanar höfðu náð fyrsta víginu.« Læknisfræðin hefir uppgötvað meira viðvíkjandi krabbameini á síðustu 6—8 árum, en á 6000 árum undanförnum; og þó hafa menn ekki fundið neitt örugt meðal gegn þessum sjúkdómi, né uppgötvað hið eiginlega eðli hans eða upptök, enda verður og ekki enn sagt með fullri vissu, að nokkur krabbameinssjúklingur hafi fengið lækningu og fulla heilsu af manna völdum, nema í þeim fáu tilfellum, er skurðlækning hefir algerlega hepnast. En frá vísindalegu sjónarmiði skoðað er uppgötvun á upptökum og eðli hverrar veiki jafnmikilvæg og lækning hennar. Hin mikla upp- götvun Pasteurs, að bakteríur væru valdar að næmum sjúkdóm- um, var þýðingarmeiri fyrir vísindin, en t. d. meðal hans gegn hundaæðisveikinni (hydroþhobi, lyssa). Um uppgötvanir þær, sem gerðar hafa verið nú á seinni árum viðvíkjandi krabbameini, má því segja, að þær séu svo merkilegar og mikilvægar, að öll líkindi séu til, að þær muni á einhvern hátt, og áður en langt um líður, benda á nýjar aðferðir, og ef til viil öruggar leiðir, til lækninga á þessari þungu plágu mannkynsins. •4

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.