Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 50

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 50
206 I mörgum löndum er krabbamein mannskæðast allra sjúk- dóma; og í Vesturálfu og víða annarstaðar verður það miklu fleir- um að aldurtila en berklaveiki. Verður þetta enn athugaverðara, er menn íhuga, að ár frá ári deyja færri og færri úr berklaveiki, en aftur fleiri og fleiri úr krabbameini. Á Englandi deyr hver áttunda kona og hver ellefti karlmaður úr þessum sjúkdómi. Og svo virðist sem einmitt auðugustu þjóðirnar séu móttækilegastar fyrir krabbamein, eins og t. d. Englendingar og Bandaríkjamenn, sem lílca má telja lengst komna í mentum, einkanlega í heilsu- fræði og uppeldismálum, og bezt standa að vígi í efnalegu tilliti. Meðal Asíumanna og Afríkuþjóða er krabbamein sjaldgæfara að tiltölu, en engar þjóðir eru algerlega ómóttækilegar fyrir það, og villimenn ekki heldur. En hiklaust má þó fullyrða, að algengast og skaðlegast sé krabbameinið hjá mentuðustu þjóðunum. I Ev- rópu er það almennast á f’ýzkalandi, í Danmörku, Svíþjóð og sérstaklega á Englandi, en langtum sjaldgætara á Italíu, Spáni og Rússlandi. Sama meginreglan gildir í hverju einstöku landi, að sjúkdómurinn er algengari meðal hinna auðugri og mentaðri stétta, en meðal fátæklinga. far sem næmir sjúkdómar, eins og berklar og taugaveiki, þrífast bezt, virðist jarðvegurinn einmitt verstur fyrir krabbamein. fað sýnist því vera leyndardómsfult, en órjúf- anlegt, lögmál veikinnar, að hún ásælist einkum þá, sem velmeg- andi eru og hamingjusamir, hremmi helzt lífið í blóma sínum og fullum þroska, gangi fram hjá fátækum og óhreinlegum aumingj- um, en svifti þeim burt, sem allajafna áður hafa hraustir verið og lifa til gagns fyrir ætt sína og þjóðfélagið. Auk mannanna eru’ flest dýr, og jurtir, móttækileg fyrir krabbameinsemdir, og þá einkum þau dýr, sem nánasta sambúð hafa við menn, eins og hundar og hestar, kettir og páfagaukar. F.f allir keltuhundar ríka fólksins væru krufðir, mundi það sýna sig, að mikill hluti þeirra hefði krabbamein einhverstaðar í skrokk- num. Orsökin til, að krabbamein er tíðast hjá efnuðustu og ment- uðustu þjóðunum, er nú að líkindum sú, að meðalaldur þeirra er langtum hærri, en þeirra þjóða, sem standa á lægra mentunar- stígfi °g hjá villimönnum. Og sama reglan gildir um verkmanna- lýð og fátældinga; meðal þeirra deyja tiltölulega fleiri á unga aldri, af berklum eða öðrum næmum sjúkdómum, en meðal efn- aðri stéttanna, og ná þannig ekki þeim aldri, sem mest hætta er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.