Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 51

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 51
207 á að menn fái veikina Pví þótt krabbameinsemdir séu enganvegin svo mjög sjaldgætar hjá kornungu fólki um tvítugsaldur, þá eru þær þó algengastar meðal eldra fólks, sem komið er yfir fertugt. Og því lengri sem æfin verður, því meiri verður hættan á, að maður verði krabbameini að bráð. Hin helzta orsök þess, að sjúkdóm- urinn virðist stöðugt fara í vöxt hjá mentaþjóðunum, er eflaust vaxandi framfarir þeirra í læknis- og heilsufræði yfirleitt, sem gerir það að verkum, að líf einstaklingsins lengist og meðalaldur- inn verður hærri, svo að fleiri og fleiri ná þeim aldri, sem er móttækilegastur fyrir veikina. Fram að síðustu aldamótum höfðu vísindarannsóknir á krabba- meini ekki haft mikinn árangur. Gátan virtist ekki verða ráðin. Menn leituðu sífelt að orsök sjúkdómsins, sóttkveikjunni, og oft og tíðum hafa menn þózt finna bakteríur, sem ættu að vera valdar að veikinni. En við nákvæmari rannsókn varð þó altaf sú raunin á, að mönnum hafði skjátlast í athugunum sínum. Enn sem kom- ið er, hefir engin sérstök krabbabaktería fundist. Ein af aðalrann- sóknaraðferðunum fyrrum vóru sífeldar rannsóknir á meininu und- ir smásjá (míkróskóp). Hins vegar vóru engar tilraur.ir gerðar á dýrum, og sýnir þó öll saga læknisfræðinnar, að flestar hinna mikilvægustu uppgötvana í læknis- lífeðlis- og heilbrigðisfræðinni eiga menn að þakka tilraunum, sem gerðar hafa verið á Iifandi dýrum eða með kvikskurði (vivisektion). Alt frá dögum Galen- usar, sem fyrstur skar upp blóðæðar á hundi og sannfærðist þannig um, að æðarnar væru fyltar blóði, en ekki lofti, eins og áður hafði verið staðhæft, og til þess nú fyrir skömmu, er þeir Behring og Roux fundu hina frægu lækningaraðferð sína gegn hýðisveiki (diþhthen) með blóðvatnsinnspýtingu í apa (sbr. Eimr. I, 39—44), hafa dýratilraunir átt mestan þátt í flestum stórum framförum og uppgötvunum, sem gerðar hafa verið í læknis- og lífeðlisfræði. Pekking manna er bezt á þeim sjúkdómum, sem dýr eru einnig móttækileg fyrir, eins og berklaveiki, hýðisveiki o. fl. Hins vegar vita menn minna um eðli og upptök skarlatssóttar og mislinga, af því flest dýr eru ómóttækileg fyrir þessa sjúkdóma. Sama máli hafa menn álitið að væri að gegna með krabbamein, en nú er reyndin orðin önnur í því efni. Nú vita menn, að því nær öll dýr geta fengið krabbamein, en það eru þó ekki nema fá ár síðan mönnum fyrst tókst að flytja (iransplaniere) meinið yfir á dýr eða frá einu dýri til annars. Margir vísindámenn höfðu 14*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.