Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Side 56

Eimreiðin - 01.09.1912, Side 56
212 ekki, að menn hafi gert fjölmargar tilraunir tii að ]ækna krabba- mein, en engin af þessum lækningatilraunum hefir reynst örugg eða að miklu gagni. Engin meðul, hvorki af ólífrænum né líf- rænum efnum, virðast hafa verulega gagnleg áhrif á gang sjúk- dómsins, þó sum þeirra sýnist stundum gagna í bráðina. Eru menn því meir og meir farnir að hneigjast að þeirri skoðun, að ekkert meðal eða efnasambatid, sem ekki myndast í hinum mann- lega líkama, geti ráðið bót á þessum sjúkdómi. Eins og kunnugt er, myndast mótefni eða gagneitur (antitoxin) gegn ýmsum sjúk- dómum í blóði eða einhverju líffæri þeirra sjúklinga, er sjúkdóm- ana hafa, eða hafa áður haft. Petta gagneitur hafa vísindin kent mönnum að nota sem læknislyf á síðari tímum. Sem dæmi þess, hve þessi lækningaaðferð oft kemur að góðum notum, má nefna lækningar á hýðisveiki og stjarfa (stífkrampa). Að því er til krabbameina kemur, þá hafa menti hugsað sem svo: Er það senni- legt, að líkaminn leggi alveg árar í bát og sé algerlega aðgerðar- og hjálparlaus gegn eyðileggingarstarfi krabbameinsfrumlanna, eða reynir hann að veita viðnám og tekst honum það nokkurntímar Eftir langvarandi rannsóknir utn allan hinn mentaða heim fundust þess nokkur dæmi, að krabbamein höfðu læknast af sjálfu sér eða af náttúrunnar völdum. Dýratilraunir virðast og styrkja þá skoðun, að krabbamein geti læknast af sjálfu sér. Við há- skóla einn í Ameríku var krabbamein Jensens yfirflutt á 1600 mýs; af þeim sýktust 1250, og vóru þær svo daglega rannsak- aðar. Hjá flestum þeirra óx krabbameinið án afláts, unz þær dráp- ust, en hjá sumum fór það á þá leið, að eftir að meinið hafði vaxið um hríð, tók það aftur að þverra og hvarf að lokum alveg. Læknuðust þannig af náttúrunnar völdum 20 af hverju hundraði. Sjaldnast urðu krabbameinsæxli þeirra músa, er læknuðust, mjög stór, og hafa menn því dregið þá ályktun af þessum tilraunum, að því minni sem meinsemdin er, því meiri von sé um, að nátt- úran geti unnið bug á sjúkdómnum, samfara heilsusamlegum lifn- aðarháttum sjúklingsins. Eru flestir að komast á þá skoðun, að í raun og veru sé krabbamein alls ekki ólæknandi sjúkdómur, eins og fyr var ætlað, þar eð náttúran virðist sjálf geta unnið bug á honum í vissum kringumstæðum. Sumir ætla, að flestir eldri menn hafi einhverntíma á æfinni haft krabbamein í einhverjum hluta líkamans, en að náttúran hafi yfirbugað það í byrjun sjúk- dómsins. Væri þetta á sama hátt, eins og flestir hafa haft berkla-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.