Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 60
2IÓ rústum. J’ó strauk hann hvorki hárið úr augunum né stakk skegg- inu undir beltið, því hann hélt báðum höndum upplyftum til bæn- ar. Alt frá sólaruppkomu hafði hann fórnað hnýttum og loðnum handleggjunum til himins jafn staðfastlega og tréð, er réttir upp greinar sínar. Og svona ætlaði hann sér að standa til kvelds. Pví það var ekkert smáræði, sem hann var að biðja um. Hann var maður, sem hafði fengið að kenna á vonzku heims- ins. Sjálfur hafði hann ofsótt og hatað aðra, og ofsóknir og hat- ur höfðu orðið hlutskifti hans, og það í ríkulegra mæli en hann var fær um að afbera. Þessvegna flúði hann út í eyðimörkina og gróf sér jarðhús í vatnsbakkann og gerðist heilagur maður, og bænir hans fengu áheyrn fyrir hásæti drottins. Hattó einbúi stóð þarna á vatnsbakkanum fyrir utan jarð- húsið sitt og var að biðja guð um það, sem honum lá jafnan þyngst á hjarta. Hann var að biðja guð að láta dómsdag dynja yfir þetina illa heim. Hann hrópaði á hina básúnublásandi engla til að kunngjöra, að veldi syndarinnar væri liðið undir lok. Hann hrópaði á bylgjur blóðhafsins til að drekkja hinum óréttlátu. Hann hrópaði á pestina, til að fylla kirkjugarðana með líkhaugum. Alt í kring um hann var auðn og hrjóstur. En ofurlítið lengra upp með vatninu var gamalt pílviðartré með lágum stofni, er gildnaði efst, og líktist þar stóreflis hnúð, og út úr þessum hnúð óx mesti fjöldi af ljósgrænum nýjum greinum Á hverju hausti rændu nágrannarnir þessum greinum, er vaxið höfðu sumarlangt, sér til eldiviðar, því lítið var um eldsneyti í þessari skóglausu auðn. Og á hverju vori bar tréð nýjar grannvaxnar greinar, og þegar stormur var á, þyrluðust þær og feyktust í kringum stofn- inn, eins og hárið og skeggið þyrlaðist um Hattó einbúa. Máríuerluhjónin, sem vön vóru að taka sér bústað uppi á pílviðarstofninum, inni á milli ungu greinatina, höfðu einmitt þenna dag byrjað á hreiðurbyggingunni. En þau höfðu engan frið í greinunum vegna ofsans. Pau komu fljúgandi með sefstrá, rótar- tágar og stararstrá í nefinu, en urðu að fara aftur við svo búið. Rétt í því komu þau auga á Hattó gamla, sem var að biðja guð að gera storminn sjöfalt magnaðri, svo að smáfuglahreiðrin sópuð- ust burt og arnarhreiðrin tortímdust. Auðvitað getur nú ekki nokkur lifandi maður gert sér í hugarlund, hvað þessháttar gamall heiðabúi getur verið mosa- vaxinn, og morkinn, svartur og hnýttur og ólíkur öðrum mönn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.