Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Page 68

Eimreiðin - 01.09.1912, Page 68
224 gegn hinni fornu einokun, sem lá eins og martröð á landinu og hafði nær kramið þjóðina í hel. Og honum tókst að koma henni á knén, svo að verzlunin var'frjáls gefin öllum þegnum Danakon- ungs. Lengra komst hann ekki, enda mátti það mikinn sigur kalla. En er svo hafði staðið um hríð, tók við hin þjóðhetjan, Jón forseti, og honum tókst að koma þessum voða-draug algerlega fyrir, svo að verzlun Islands var frjáls látin öllum þjóðum, land- inu veitt algert verzlunarfrelsi. Pegar minst var þessara tveggja merkismanna, varð því ekki hjá því komist, að minnast líka verzlunarfrelsisins og allrar þeirrar blessunar, sem það hefði í för með sér. Pað vantaði held- ur ekki, að það væri gert í orði við hátíðahöldin, og afmælis- börnin vegsömuð fyrir að hafa útvegað landinu þetta hnoss. En þess var líka minst í verki af þingi og stjórn, þó nokkuð yrði á annan veg, en margur mundi ætlað hafa. Lví einmitt þetta sama júbílár, árið 1911, er af alþingi og stjórn Islands skipuð nefnd til að »rannsaka, hvort tiltækilegt sé að auka tekjur lands'sjóðs með einkarétti á aðfluttum vörum, svo sem tóbaki, steinolíu, kolum o. fl.« (Alþt. 1911, A. bls. 1232). Nefndin á með öðrum orðum að íhuga, hvort Ísland sé nú ekki nógu lengi búið að njóta þeirrar blessunar, sem afmælis-skörung- arnir Skúli fógeti og Jón forseti útveguðu því með verzlunar- frelsinu, hvort ekki sé mál til komið að stúta þessu verzlunar- frelsi, sem sé nú komið yfir fimtugt og hátt á sextugsaldur, og lögleiða aftur einokun að meira eða minna leyti. Og nefndin sezt á rökstóla. Og einmitt meðan hátíðahöldin til minningar um Skúla fógeta standa sem hæst, og hin unga ís- lenzka verzlunarstétt er að safna fé í minningarsjóð til heiðurs frumföður verzlunarfrelsisins, einmitt þá sitja æðsti fasti embættis- maður stjórnarráðsins og fjórir alþingismenn með sveitta skalla við að sjóða saman nýja einokunarhlekki á landið. Og um ára- mótin eða skömmu eftir þau er fyrsti hlekkurinn fullger, á annan vantar aðeins smiðshöggið og um hinn þriðja eru stjórninni gefn- ar bendingar, hvernig fara eigi að því að smíða hann. Lengra er auðvitað ekki komið enn, af því nefndin er ekki þess um komin, að leggja hlekkina á landið. Til þess þarf löggildingarstimpilinn á þá, en hann er í vörzlum konungs og alþingis, svo nefndin gat ekki meira að gert, en að ráða til, að honum yrði sem skjótast á smelt, að minsta kosti á fyrsta og annan hlekkinn. Seinna mætti

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.