Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.09.1912, Qupperneq 76
232 sýnir, að landinu hefir farið býsna mikið fram á seinni árum, og fram- farir þessar verða ekki raktar lengra en til þess 1787, enda verður heldur engin breyting sýnd á stjórn landsins, sem þetta gæti leitt af, nema verzlanin — þá verður ekki annað fyrir, þó til einkis sé litið nema landsins sjálfs, heldur en játa, að verzlunarfrelsið ætti að vera sem mest, og meðan nokkrir annmarkar eru slíkir eftir, sem vanir eru að fylgja verzlunaránauð, þá eru þeir hver um sig en sterkasta ástæða frelsisins, sem reynst hefir að öllum vonum. ísland á hægast með að fá nauðsynjar þær, sem það þarfnast, með því, að leyfa öllum, sem það geta, að færa sér þær, hvort sem þeir taka sjálfir þátt í því eða ekki. Atvinnuvegir landsins dafna svo bezt, að verzlanin sé sem fijáls- ust, og með þeim einum hætti geta kaupstaðir komist á fót, svo í lagi fari. Alt ásigkomulag íslands mælir þessvegna með verzlunarfrelsi.« (NF. III, 70—71). Þannig ritaði Jón Sigurðsson, þegar hann var að hefja bar- áttu sína fyrir algerðu verzlunarfrelsi, og hann lét aldrei vopna- hlé á verða, fyr en það var fengið. Og nú höfum við notið þess rúmlega hálfa öld, og allar spár hans um blessun þá, sem af því mundi leiða, hafa fyllilega ræzt. Honum mundi því sízta hafa til hugar komið, að aldarafmæli hans yrði minst með því, að vega að óskabarni hans og landsins, verzlunarfrelsinu. Og þó hefir þetta fyrir komið. En sem betur fer á þing og þjóð eftir að fjalla um þessa fáránlegu einokunarflugu. Og þó ötullega sé nú tekið að gylla hana í blöðum beggja þingflokkanna, þá er vonandi, að ekki finnist eins margir golþorskarnir í landinu til að gína við henni, eins og einokunarnefndin hefir búist við og til ætlast. Enda væri það líka hentast, því þegar betur er að gáð, munu menn sjá, að það, sem reynt er að láta líta út sem gylling, er ekkert annað en spanskgræna. En hún er, eins og allir vita, baneitrað óféti, og flugan sjálf sú mesta óheillafluga, sem nokkru sinni hefir beitt verið fyrir fáfróðan almúga síðan alþingi var endurreist. En þó alþýðan íslenzka sé fáfróð utn margt, og henni geti því oft orðið vilt sýn, þá er hún ekki svo gleymin, að hún muni ekki lengur einokunina fornu og alla þá óblessun og hörmungar, sem hún leiddi yfir landið. Hana mun því lítt fýsa að ganga sjálf- viljug undir nýtt einokunarhelsi, og kunna vel að sjá, hvert stefn- ir, þegar farið er að vega að verzlunarfrelsinu. fví þá er vegið að fjöreggi landsins. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.