Eimreiðin - 01.05.1914, Page 5
8i
6. LÚTHER BURBANK.
Svo heitir amerískur garðyrkjumaður; sem orðinn er heims-
frægur fyrir tilraunir þær, er hann hefir gert, til þess að framleiða
nýjar tegundir jurta. Leitast hann einkum við að framleiða harð-
gerðar og nægjusamar tegundir, sem lifað geti í lélegum jarðvegi
og gert mönnum og dýrum mögulegt að hafast við jafnvel þar,
sem nú eru eyðimerkur. Við tilraunirnar notar hann jurtir víðs-
vegar að af hnettinum, og hefir honum orðið töluvert ágengt.
Má einkum tilnefna strandplómutegund eina og tegund af
þyrnalausum kaktus. Strandplóman getur vaxið í ófrjóvum
jarðvegi og óblíðu loftslagi, en ber þó ríkulega, safamikla og
bragðgóða ávexti, og eru þeir miklu stærri en ávextir hinnar upp-
runalegu tegundar, sem auk þess, að þeir eru smáir^ eru bæði
þurrir og beiskir. Kaktusinn var Burbank í tólf ár eða meira að
fást við, og er hann ennþá merkilegri en strandplóman. Burbank
safnaði að sér kaktustegundum víðsvegar að, og framleiddi hvað
eftir annað kynblendinga af smávöxnum og stórvöxnum, þyrnótt-
um og þyrnalausum tegundum, unz honum að lokum tókst af
þyrnóttum tegundum að framleiða þessa fyrnefndu þyrnalausu
tegund, sem er mjög lífseig og nægjusöm að því er jarðveg og
raka jarðvegsins snertir. Hún er ágætis fóðurjurt, bæði til skepnu-
og manneldis og nær á þrem árum 5—6 hundrað punda þyngd.
Er búist við, að hún muni á næstu áratugum breiðast út um alla
jörðina, og verða ræktuð þar, sem nú er ekki hægt að rækta neitt
sakir þurks. En enn sem komið er, er henni haldið í afarverði.
Burbank hefir meðal annars framleitt kartöflutegund, sem
mælt er, að hafi gert hina árlegu uppskeru Bandamanna 60 milj.
kr. meira virði, en hún var áður. Margt annað hefur honum vel
tekist; hér skal að eins eitt dæmi enn tilfært, af því það gefur
góðar bendingar um, hvað gera megi: Við kynblöndun tveggja
tegunda brumberjarunna, sem ekki voru ræktartegundir og báru
smá ber, tókst honum að framleiða tegund, sem bar yfrin, stór
og bragðgóð ber.
7. ÁGRÆÐSLA (Podning, Okulation).
Svo nefnist aðferð til þess, að bæta tegundir ræktjurta, og
er í því fólgin, að sproti eða blaðhnappur (óbrostinn) er gróðursett-
ur á stofni annarrar tegundar, vanalega þannig, að rótin er einnar