Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 14
90
mála sem fyr: »Þessi stúlka er systurdóttir dr. Jóns Hjaltalíns« o.s.frv.
Síðan býður prestur okkur inn í bæinn, og gengum við inn löng göng,
þröng og dimm, og þegar þau þraut, þá var beygt til hægri, og enn
komu göng, en þau voru stutt. Prestur gekk á undan og opnaði dyr
að stofu til vinstri handar. Þar var einn gluggi á móti dyrum. I'ar
sá ég þá mynd, er ég aldrei gleymi. í’að var kona, sem sat á rúmi,
öldruð nokkuð, en undarlegt var það, að hana kom mér ekki til hug-
ar að þúa; ekki af því, að hún væri betur búin en hitt fólkið, heldur
af því, að ég bar undarlega virðingu fyrir henni; göfgi og sorg blönd-
uðust svo undarlega saman í andliti hennar. Hún var rauðeyg, eins
og hún hefði ekki gert annað en grátið í mörg ár. Mér varð starsýnt
á hana, þótt ég væri ekki nema 16 ára gömul, og gat ég ekki haft af
henni augun. Hún horfði einnig mikið á mig. Stóll var við borðið
og bauð hún mér sæti. Síðan spurði hún mig, hverra manna ég væri,
og þá varð hún svolítið hýr, en bros lék aldrei á vörum hennar.
Hvemig sem á því stóð, þá óx mér sá kjarkur, að ég spurði hana,
hvort hún væri ekki prestskonan. Hún játti því, en stundi við og
sagði: ;;Ég man nú tvennar æfirnar, guð gefi þér, unga stúlka, að þú
ratir aldrei í annað eins raunakerfi, eins og mín æfi hefir verið«. Síð-
an sagði hún mér, að hún væri systir Bjarna amtmanns Thórarensens,.
en ekkja eftir sýslumann Öfjörð, og þá urðu augnahvarmar hennar
enn þá rauðari og votir, þegar hún mintist á þetta, enda þótt liðin
væru 33 ár frá þeim sára missi. Kannaðist ég nú við, því ég kunni
þá kvæðið, sem Bjarni orti eftir Öfjörð, og kendi svo í bijósti um
hana, að mig sárlangaði til að faðma þessa blessuðu raunamæddu
konu; en það þorði ég ekki, því að jafnframt raunasvipnum var svip-
urinn þurr, að mér fanst.
í þessu bili heyrðum við gengið að stofudyrunum, og hún hætti
snögglega að segja mér meir. Sú, sem kom inn þá, var dóttir henn-
ar Margrét, að mig minnir, með grautardisk í hendi og mjólkurkönnu,
og setur á borðið, og bauð mér að borða. í'á fór gamla konan að
afsaka, hvað það væri óboðlegt, að mér væri ekki boðið kaffi; en ég
sagði, að mér þætti vænt um þetta. í'á spurði dóttirin, hvar ég ætti
að sofa, og varð þá andlit gömlu konunnar alt í einu gremju og rauna-
legt, í því hún sagði: »Hvar gæti hún annarstaðar sofið en hérna«?
Þá sagði ég: »Engan vil ég reka úr rúmi.« T’ví mér fanst, að þetta
mundi vera hennar rúm. Þá sagði gamla konan: »Það verður að
búa sem á bæ er títt, og guð gefi þér góðar nætur, unga stúlka,« og
bað dóttur sína að láta fara vel um mig. Síðan gekk hún fram eftir
stofunni, og sá ég, hve svipurinn var tignarlegur, og sagði: »Þetta
hefir verið lagleg kona, þegar hún var ung.« Þá snéri hún sér snögt
við, hnyklaði brýnnar og sagði: »Af hverju heldurðu það? Það er
nú ekkert orðið eftir af þvt, nema þessi rauðu augu, sem eru til að
fæla alla«. Svo gekk hún út, og sá ég á vanga á manni, og heyrði
ég þau yrtust á, og ekki blíðlega, og lokaði hún síðan hurðinni. Sið-
an bauð Margrét mér að fara að hátta, og sagðist ætla að sofa hjá
mér. Þegar við vorum háttaðar, spurði ég hana, hvort nokkur hefði
gengið úr rúmi fyrir mig, eða hvort þetta væri gestarúm, og eyddi
hún því; en ég ítrekaði það, og gat upp á að móðir hennar mundi