Eimreiðin - 01.05.1914, Side 15
91
sofa hér; þá brosti hún og kvað satt vera, og sagði að það væri vani,
því ekki væri meira að ganga úr rúmi fyrir mig, en aðra gesti. Ég
sagði, að mér félli það illa, að hafa rekið svo mædda og gamla og
heiðarlega konu úr rúmi. Fór Margrét þá að verða skrafhreifin, og
sagði mér ýmislegt, áður en við sofnuðum, og einnig það, að móðir
sín væri því vön,að láta á móti sér um æfina, en þætti því við, að
hún væri oft angurvær.
Morguninn eftir fór hún á fætur og færði mér kaffi. Fylgdar-
manninn hafði ég ekki séð siðan um kveldið; en nú birtist hans blíða
andlit í dyrunum, og spurði mig með mikilli auðmýkt og þéringum,
hvort ég gæti farið að koma af stað. Þá hló Margrét, ég held að
hans kátlegu tilburðum, og sagði, að ég mundi ekki fara, fyr en ég
væri búin að borða. Síðan borðaði ég þarna ein. Nú var ekki ann-
að eftir en kveðja og þakka fyrir greiðann, en ég vildi fyrir hvern
mun kveðja gömlu konuna og prestinn; en það var nú ekki auðhlaup-
ið að því, því það var líkast því sem mér ætti ekki að auðnast það.
En þangað til var ég að skygnast um í þessum dimmu göngum, að
ég fann stiga, og gekk ég upp lúkugatið, þá kom skíma, og nú sá ég
undir eins, hvers vegna ég mátti ekki kveðja, því súðin hékk niður og
torfusneplarnir, áreftið myglað og fúið. I einu orði sagt, ég hefi al-
drei séð önnur eins mannahýbýli. Inst við gluggaholuna í þessari bað-
stofu sat prestskonan á rúmfleti. Mér varð ilt við þessa sjón, gekk til
hennar, og þakkaði fyrir greiðann, og sagði: »Sofið þér vanalega
hérna?« »Það er nú ýmist«, sagði hún, og var mjög döpur í bragði, og bað
mig að flýta mér ofan, áður en mér yrði ilt af lyktinni, því ég væri víst
vön öðru; ég sagði, að mér væri ekki vandara um en henni; þá sagði
hún: »það sem verður að vera, viljugur skal hverbera.« Þar sat margt
fólk á rúmum sínum og var að borða úr öskum. Presturinn sat við
borðið undir glugganum og var að borða úr skál. Síðan kvaddi ég,
en innilegast gömlu konuna. Ekkert fékk ég að borga fyrir greið-
ann, en barni, sem þar var, rétti ég ríkisdal. Þegar ég fór á bak,
kom prestur út og var þá skrafhreifinn. Síðan fórum við af stað.
Þegar við vorum komin spölkorn út fyrir túnið, sá ég að Gísli
var fjúkandi reiður, og sagði, að ég hefði víst átt góða nótt á þessu
fallega prestssetri, og játti ég því, og sagði, að það hefði farið vel um
mig; en nú var ekki að tala um þéringar. Ég spurði hann, hvað hon-
um þætti; hann sagði, að það væri hreint út »kort sagt«, að það hefði
verið sú versta nótt, sem hann hefði haft á æfi sinni, og bætti því við:
»Það bitnar ekki á þér«. Nesti höfðum við nóg, en það var sjaldan
tekið upp, vegna kaffidrykkjanna á bæjunum; en nú sagðist hann
heimta að fá að éta, og gerði hann það. Þegar hann var búinn að
éta, héldum við áfram nokkra stund, unz hann sagði: »Mikil óvenja,
nú ríð ég ekki lengur kaffilaus.« Ég, eins og vant var, maldaði í
móinn og vildi halda áfram, unz hann lagði lykkju á leið sinni, að
mér virtist; þótt ég enga leið vissi, þá fanst mér það samt; þá segir
hann: »í Tandraseli fáum við gott kaffi, því þar hefi ég drukkið
bezt kaffi á æfi minni.« Þá sagði ég, að mig langaði ekkert í kaffi,
og við kæmumst seint suður í Reykjavík, ef við færum heim á hvern
bæ til þess. Hann gegndi mér engu, en reið áfram í fússi þegjandi,