Eimreiðin - 01.05.1914, Page 18
94
úr og ofan í gegn. Þetta voru þá fötin, sem Anna átti að hafa með
sér í Víkurferðina. Síðan hösvaðist »maddaman« strax um kveldið,
að þvo vasaklúta m. fl. í þá daga hefir víst bærinn í Saurbæ veiið
með beztu bæjum. Inngangurinn voru löng og breið göng, síðan var
beygt til vinstri inn í lítinn svefnklefa, og úr honum inn í annan svefnklefa,
nokkuð stærri; síðan kom stofan, ekki alllítil; hún var máluð dökkblá,
eins og tízka var í þann tíð, og hún var eina herbergið í öllum bænum,
sem ekki þurfti að þvo með sandi (»skúra«). í’egar ég var búin að
skoða allan bæinn hátt og lágt, lét ég undrun mína ( Ijósi við »madd-
ömuna«, hvernig hún færi að hafa svona hvítar þiljur, og hvort bærinn
væri nýr, og neitaði hún því, en sagði það væri af því, að hún léti
»skúra« allan bæinn bæði haust og vor. Og skárra er það nú verkið,
hugsaði ég, að »skúra« með sandi bæði haust og vor stóran bæ. Ég
fór upp aftur að skoða baðstofuna betur, til þess að geta dáðst að
þrifnaðinum á þessum bæ. Hár stigi var upp ( baðstofuna og hann
»skúraður«. Þegar upp var komið, var baðstofan bæði há og breið,
og svo hvít og vel umgengin, eins og hún væri nýmáluð, og gat ég
varla slitið mig þaðan, hún var svo falleg.
Daginn eftir var þykt loft, og fór prestur að tala um, hvort þessi
dagur yrði til enda tryggur, og hann liti út fyrir að gera sunnan ófæru.
Samt sem áður fórum við af stað, og Anna dóttir prestsins með okk-
ur. Svo héldum við áfram eins og leið liggur, en þegar við vorum
komin í nánd við bæinn á Þyrli. þá skall hann á með sunnanstorm
og rigningu. Gísli vildi eigi fara fram hjá Þyrli, heldur skipaði okkur
að ríða þangað heim, en Anna sagði, að það væri auma kotið. Gísli
hélt, að það væri lakur skúti, sem ekki væri betri en úti, og sagðist
ekki taka það í mál, að fara í slíku veðri með 2 kvenmenn fram hjá
bænum, og við mættum þakka guði fyrir að komast undir þak. Pá
sagði Anna, að betra væri að snúa aftur að Saurbæ, en Gísli gegndi
því ekki, og reið heim og við á eftir.
Þegar við komum að bænum, þá kom út maður, stuttur og stutt-
aralegur í viðmóti, og spurði okkur, hvert erindi við ættum hingað, og
sagði Gísli þá, hvort honum þætti það »forsvaranlegt« með 2 kven-
menn, að halda áfram í slfku veðri; en bóndi sagði, að það væri ekki
svo langt að Saurbæ, að komast þangað aftur, en segir: »Eigi að síð
ur skuluð þið koma inn, en það er ekki svo vel hýst hjá mér, að ég
geti hýst nokkurn mann.« Síðan gengum við Anna inn, og bóndi á
undan, inn kolsvört, mjó og löng göng. f’að skal hér tekið fram, að
formáli Gísla dugði hér ekkert í þetta skifti, því bóndi skeytti því
engu. Við komum inn í baðstofu með fjalagólfi, og nýlegri súð og
glugga, með borði undir. Þegar ég fór að litast um, þá sá ég holds-
veika konu sitja þar á rúmí, og unglingsstúlka hjá henni, og annað
fólk var ekki í baðstofunni. Þessi konu-aumingi var ósköp maéðuleg,
en vildi vera svo góð við okkur, og fór að tala um, að það væri leitt,
að geta ekki bugað neinu að okkur. En þá greip mig sú fjarskaleg
hræðsla, ef við yrðum nú að njóta nokkurs hjá holdsveikri konu, því
foreldrar mínir ítrekuðu oft og margsinnis fyrir börnum sínum, að forð-
ast sem mest holdsveikt fólk, og var það þó ekki vanalegt í þá daga;
en þau voru á undan sinni tíð í því sem öðru. Nú dundi stormurinn,