Eimreiðin - 01.05.1914, Side 19
95
svo bærinn skalf, og þetta fanst mér nú ekkert skemtilegt, að sitja
þarna hjá holdsveikri konu, og ekki mátti ég hugsa til þess, að gista
þar um nóttina. Gísli var að koma inn við og við, og leit undarlega
á okkur, og það var auðséð á útliti hans, að hann langaði í kaffi; en
það var nú ekki í handraðanum á þessum bæ, því það var ekki til.
Konan var altaf að tala um það, að verst væri að geta ekki bugað
neinu að aumingja stúlkunum, og segir við þennan ungling, sem hjá
henni var: »Er ekkert eftir af draflanum þeim í morgun?« Stúlkan
tekur ask ofan af hillu, og biður konan stúlkuna að láta úr askinum
í »spulkomu« ; hún gerir það. Nú fanst mér fara að vandast málið,
því nú áttum við líka að fara að borða mat úr höndunum á holds-
veikri konu, og hugsaði ég undireins upp ráð, að ég skyldi segja, að ég
borðaði aldrei drafla. Hún trúði því ekki, »en blessaðar stúlkumars,
sagði hún, »veðurbarðar, verða að fá eitthvað gott«, og stúlkan kem-
ur með þetta til okkar á rúmið, sem við sátum á. Þá sé ég, að
þetta er rauðseyddur drafli, sem mér þótti mata beztur. Anna fór að
bragða á, en aumingja konunni hefir víst sýnst, að það væri viðbjóður
í okkur, og segir: »Ykkur er óhætt að borða, því ég hefi ekki eldað
það.« Ég hafði ekki brjóst til að styggja þennan krossbera, tók skeið-
ina og fór að bragða á. Draflinn var dísætur, svo vel var hann seydd-
ur. Sulturinn fór nú að skera okkur, því nú var komið undir mið-
aftan, svo við sötruðum dálítið af þessu.
Síðan fórum við út að gá til veðurs, því ég hafði ekki eirð inni.
Veðrið var altaf að versna, og komið rok á Hvalfirði. Já, þessi t’yrill,
sem er rétt fyrir ofan bæinn, hann gerði mig mjög hrædda. Marga
hnúka hefi ég séð um æfina, og ég er alin upp við Svartahnúk á
Grundarmön, en svona hræðilegan hnúk hefi ég aldrei séð, því maður
getur ekki búist við öðru, en hann detti þá og þegar í höfuðið á manni;
því manni sýnist Þyrillinn hanga á lítilli taug, og það bætti nú ekki
úr skák, að rokið var svona mikið, því ég hélt hvorki meira né minna,
en að rokið mundi skella honum yfir bæinn. Heimskuleg var hugsun-
in og barnaleg, enda var ég á barnsaldri.
Nú sá ég Gísla úti, og sagði honum, að ég vildi fara af stað, en
hann var stóreygur, og spurði: hvort ég væri vikin frá »forstandinu«,
því hann sagðist ekki fara með nokkurn kvenmann út í slíkt veður.
Snéri ég þá við og fór inn í bæ, sem mig hrylti þó við. Þá heyri
ég að bóndinn segir við Gísla: »Það er alfært karlmönnum.« Rign-
ing var nú engin, en komið öskurok. Nú tala ég um þetta við Önnu,
og bið hana að hjálpa mér og herða á Glsla að fara af stað. Gísli
taldi á öll tormerki, en bóndinn ýtti undir, að farið væri. Anna hjálp-
aði mér ekkert, en félst á það, sem Gísli sagði. Nú kom bóndinn
inn, og ég fór út til Gísla, og segi honum hiklaust, að ég fari af stað,
hvort sem hann komi eða ekki; en ekki hefi ég séð mann verða reið-
ari, en hann varð þá, og þúaði hann mig nú illilega, en engar þér-
ingar viðhafðar. Síðan þeytist hann til hestanna, og söðlar þá í ein-
hverju ofboði, þegjandi, og við á bak. Báðar höfðum við vaxdúks-
kápur. Nú riðum við dálítinn spöl suður fyrir túnið; á þeirri leið
heyrðist ekki annað til Gísla en þetta: »Mikil óvenja! Mikil óvenja!«
og •> það er ekki sopið kálið, þó í ausuna sé komið«. f’á jókst rokið
T