Eimreiðin - 01.05.1914, Side 30
io6
vísu býsna lygilegt í fljótu bragði, ef sagt er, að það megi stækka
í mönnum lungun og breyta smátt og smátt skapnaðarlagi bæði
einstakra manna og þjóðarinnar í heild sinni. Og þó er þetta
engin lygi, heldur sannleikur bygður á reynslu. Til þess iðka
menn leikfimi, brúka sólböð, loftböð og vatnsböð, temja sér sund,
hlaup, brattgengi, skíða og skautaferðir — yfir höfuð allskonar lík-
amsíþróttir, Með því stæla menn vöðvana, auka kraftana, stækka
og styrkja lungun, auka mótstöðuafl líkamans gegn sjúkdómum
og styrkja bjargráð hans.
ÚTBREIÐSLA.
Berklaveikin er afarútbreiddur sjúkdómur í heiminum. Hún
er mannskæðasta drepsóttin, sem nú gengur yfir heiminn. Drep-
sóttin — já, því ekki það. Að vísu mun það vera málvenja, að
kalla þær einar stórsóttir drepsóttir, sem dynja yfir eins og felli-
bylur og strádrepa fólkið, en léttir svo af að tiltölulega skömm-
um tíma liðnum. Kólera, svartidauðinn og bólan, eins og hún
var áður, eru góð dæmi þvílíkra drepsótta. En má ekki með
sama rétti nefna þá veiki drepsótt, sem gerist landlæg og smá-
murkar úr mönnum lífið, svo þúsundum og miljónum skiftir? Jú,
vissulega. Svo mannskæð er berklaveikin hér í Norðurálfu, að
engin önnur næm veiki kemst í hálf kvisti við hana, og allar sam-
anlagðar gera þær ekki betur en hrökkva við henni. Árið 1898
dóu úr öðrum næmum sóttum í Danmörku 1050 manneskjur1), en
berklaveikin ein gerði þar út af við 2206 menn eða talsvert meira
en helmingi fleiri. Pað ár dóu á Pýzkalandi 128 þús. manna úr
berklaveiki, en ekki nema 115 þús. úr barnaveiki, mislingum, skarl-
atsótt, kíghósta Og taugaveiki samtals. Svipað þessu er hlutfallið
í öðrum löndum álfunnar, þótt misjafnt sé það lítið eitt.
Kóleran þykir ekki smátæk, þegar hún geysar um löndin;
en hvað er hún á við berklaveikina. Á 40 ára tímabilinu frá
1831 —1870 dóu á Prússlandi 340 þús. manns úr kóleru, en á
helmingi styttri tíma (árunum 1875—94) dóu þar í landi 1,700,000
manna úr berklaveiki.
Stríð og styrjaldir komast ekki með tærnar þar sem berkla-
veikin hefir hælana í manndrápum. í stríðinu milli Frakka og
*) Tölur þær, sem hér fara á eftir, eru teknar eftir riti dr. H. Rördams: Bidr*
til Belysningen af Kampen mod Tuberculosen. Kh. 1904.