Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 35

Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 35
111 einangrunarstofnanir og skólar fyrir berklaveika menn. Pang- að eru sendir sjúklingar sem sótthætta stafar af, og heimilin þar oft losuð við yfirvofandi hættu í bráðina a. m. k. Vitanlega kem- ur sjúklingurinn heim aftur eftir nokkurn tíma, og þá e. t. v. ekki heldur fyllilega hættulaus; en þá hefir hann einmitt á heilsuhælinu lært það, sem hvergi lærist jafnvel og þar, að fara svo með veiki sína, að hún sýki ekki aðra. Þetta — að sjúklingarnir læra verk- lega allan þann þrifnað, sem til þess þarf, að þeir geti umgengist aðra, án þess að sýkja þá, það hefir geysimikla þýðingu bæði fyrir sjúklingana sjálfa og þjóðfélagið í heild sinni; því það er ekki nóg með það, að sjúklingarnir gæti sjálfir þessara varúðarreglna, sem þeir hafa lært á hælinu, heldur kenna þeir þær öðrum, og þeir taka þær upp bæði sjálfrátt og ósjálfrátt í umgengni sinni við aðra. Heilsuhælin verða þannig nokkurskonar uppeldisstofn- anir fyrir þjóðirnar í því, að læra að forðast veikina. Þau eru því eflaust einhverjar þjóðþörfustu líknarstofnanirnar nú á tímum, og eiga það margfaldlega skilið, að menn rétti þeim drengilega hjálp- arhönd í baráttunni. Eins og ég hefi áður drepið á, þá er berklaveikin ekki gam- all sjúkdómur hér á landi. Það eru ekki meira en rúmlega 20 ár síðan, að fengin var áþreifanleg sönnun þess, að hún væri hér til. Schierbeck landlæknir mun fyrstur hafa — eftir langa leit — fundið berklagerla í manni hér á landi. Það var lengi trú manna, að hún gæti ekki þrifist hér í voru hreina og kalda fjallalofti. Því miður hefir reynsla síðari ára fært oss sönnun fyrir hinu gagn- stæða. Hún hefir nú á seinni árum haldið sigrihrósandi um landið. og fáar munu þær sveitir, sem hún er ekki komin í og hefir gert meiri og minni usla í. Eg get því miður ekki sýnt það með töl- um, hve algeng berklaveikin er hér á landi. Oll skýrslugerð um það efni hefir til skamms tíma verið mjög ófullkomin hér hjá oss; t. d. hafa engar skýrslur um dauðamein manna í landinu verið teknar, fyr en árið 1911. Lög um það efni eru frá ii.júlí 1911. Þó skal ég geta þess, að eftir skýrslum lækna, þá voru skráðir í bækur þeirra 1908 alls 560 sjúklingar með lungnatæringu og 358 með berklaveiki í öðrum líflærum, eða alls 918 sjúklingar með berklaveiki. En þessar tölur eru eflaust — af mjög eðlilegum ástæðum — ekki ábyggilegar. Sumir eru tvískráðir, þeir sem leita fleiri lækna en eins, öðrum er slept, sem annaðhvort hafa mjög óljóst sjúkdómseinkenni eða alls ekki hafa leitað læknis. 8*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.