Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 37
ur yðar og vinir, komist í það öngþveiti, að þurfa að leita sér
hælis á hælinu. Pá getið þið eða þeir, stigið inn fyrir þröskuld
þess með þeirri þægilegu tilfinningu, að þér hafið látið eitthvað af
hendi rakna til að viðhalda þeirri stofnum, sem þér leitið húsa-
skjóls hjá og bóta meina yðar.
MEÐUL.
En þægilegast væri nú samt, að þurfa ekki af fara á neitt heilsu-
hæli, — að hægt væri bara að senda til læknisins eða í lyfjabúðina
eftir óbrigðulum meðulum við berklaveiki. En því er nú ver og
miður — þau meðul eru ófundin enn, og verður e. t. v. langt að
bíða þess, að þau finnist. Ekki svo að skilja, að ekki hafi verið
reynt til að finna þau, og sé sennilega altaf verið að reyna til þess.
Maður er nefndur Robert Kock. Hann var þýzkur læknir, heims-
frægur fyrir rannsóknir sínar á ýmsum sjúkdómum, en einkum þó
fyrir það, að hann fann fyrstur manna berklagerilinn árið 1882, og
fyrir rannsóknir sínar á berklaveikinni yfir höfuð. Árið 1890 gaus
upp sá kvittur, að Kock væri búinn að finna upp óbrigðult meðal
við berklaveiki. Ég var þá í Kmhöfn og man, hvílíkan fögnuð
og hvílíkar vonir fregn þessi vakti. Fólk þyrptist til hins fræga
manns bæði sér til heilsubótar og til að fræðast af honum um
hið nýfundna meðal. Einn af prófessorum læknadeildar háskólans
í Kmhöfn var sendur til Berh'nar, til að kynna sér þessa uppgötv-
un o. s. frv. En vonbrigðin komu skjótt og urðu mikil. Blaða-
menn höfðu hent á lofti þessar rannsóknir Kocks og gert úr þeim
annað og miklu meira, en hann ætlaðist til — útbásúnað það sem
óbrigðult meðal, þar sem að eins var um óreynda eða líttreynda
tilraun að ræða. Meðal þetta, sem nefnt er tuberkúlín, svaraði
sem sagt alls ekki til hinna miklu vona, er menn gerðu sér um
það; það kom meira að segja brátt í ljós, að mörgum sjúklingum
versnaði við það, og þegar svo 2—3 sjúklingar dóu skyndilega
við notkun þess, þá var mönnum öllum lokið. Kock voru valin
hin verstu smánaryrði í. blöðum, kallaður svikari, »húmbúggisti«
o. þessh., líkt og Cook heimskautsfari síðar. En tilraunum Kocks
var haldið áfram í kyrþey, og ekki leið á löngu, áður en túberkú-
línið hans komst til vegs og virðingar, þótt nokkuð væri það á
annan hátt, en til var stofnað í fyrstu. Pað sýndi sig sem sé, að
þegar því var spýtt inn í berklaveika menn eða skepnur, þá jókst
h'kamshiti þeirra um stund, en væri því spýtt inn í heilbrigða