Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Side 41

Eimreiðin - 01.05.1914, Side 41
ii7 Mardúks í Babel. Aðrir segja, að hann hafi staðið í sólhohnu í Sippai. En konungur einn frá Elam hefir seinna rænt steininum og flutt hann til Súsa. Og þar fanst hann. Konungur þessi hefir látið skafa burtu 5 neðstu lagabálkana á annarri hlið steinsins. Hann hefir að líkindum ætlað að setja þarnafnsitt. Enafþvíhefir ekki orðið. Bletturinn er auður. Ef til vill hefir hann orðið hrædd- ur við óbænir þær, er Hammúrabí biður þeim, er skafi burtu lög- in og setji nafn sitt í staðinn. Steinninn líkist bautasteini og hefir sjálfsagt verið mikill helgi- dómur. Lögbókin er 282 greinar, og auk þess formáli og eftir- máli. Menn telja 35 greinar (66—99) skafnar burtu. En sumar þeirra hafa fundist í bókasafni Assúrbanípals konungs. Steinninn sjálfur stendur nú í Louvre-safninu í París, en text- inn er gefinn út bæði á assýrisku og í þýðingu. það er undrunar- legt, að standa fyrir framan stein þennan og segja við sjálfan sig: Pað getur vel verið, að ættfaðirinn Abraham hafi séð stein þenn- an með eigin augum. Móse-lögin eru því eigi framar elztu lög í heimi. Hammúra- bí-lögin eru hérumbil 800 árum eldri. Nú er það eigi lengur fjar- stæða, að hugsa sér lög frá dögum Móses. En þá bera margir fram aðra spurningu: Fá Móse-lögin keppinaut, sem er betri eða að minsta kosti jafngóður? Mér er ljúft að viðurkenna það, að Hammúrabí-lögin eru snildarverk, sem hafa óefað verið þjóð og ríki til mikillar bless- unar. Konungur sér þetta sjálfur og kveðst hafa fengið lögin frá guðunum. Peir hafi kallað hann til að vera frelsandi hirði og gefa þjóðinni frið. »Orð mín eru nákvæmlega íhuguð og vizka mín á sér ekki líka.« — »Pegar Mardúk fól mér að leiðbeina þegnum mínum og veita landinu hamingju, þá gaf ég lög og rétt á máli landsmanna, og kom því til leiðar, að þjóðin gat þrifist.« Pað er því skoðun Hammúrabís, að hann sé »konungur af náð guðs«, og hann trúir því, að hann hafi fengið lögin frá guð- unum. Efst á steininum er mynd. Á henni stendur konungur fyrir framan sólguðinn Schamasch, sem er guð véfrétta og vitr- ana, og fær lögin hjá honum. Flestir skýrendur ætia, að þetta sé þýðing myndarinnar. Bæði Móse og Hammúrabí segja, að þeir hafi fengið lögin frá guði. Hverjum ber að trúa?

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.