Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 43
119 Hafa þá Móse-lögin tekið til láns hjá Hammúrabí lögunum ? Sú er skoðun margra, því margt er líkt í báðum lögbókunum. En nú má spyrja: Hefir Hammúrabí sjálfur samið lög sín frá rótum, eða hefir hann farið eftir eldri lögum? Eað er margt, sem mælir með því, að til hafi verið gamall semítiskur réttur (lög), sem Hammúrabí hafi bygt lög sín á. Þessar gömlu réttar- reglur hefir Abraham haft með sér. Þær hefir Móse þekt, þegar hann reit lög sín. Móse hefir ekki beinlínis lánað hjá Hammúra- bí. En Móse og Hammúrabí hafa hvor fyrir sig bygt á sama gamla grundvellinum. Opinberun guðs í Móse-lögum hefir eigi kastað burtu því, sem áður var kent, en breytt því eftir skýrari trúar- og siðferðis- kröfum. Sömuleiðis hefir Hammúrabí breytt því (sem áður var kent) eftir menningarkröfum sínum. Þegar Hammúrabí-lögin eru borin saman við Móse-lögin, einkum 2. Mós. 21—23, þá sjá menn, að þau eru í líku sniði. í báðum lögunum er komist þannig að orði: Ef einhver gerir þetta eða hitt, þá skal fara með hann á þenna eða hinn veg. En efni laganna er, eftir skilningi mínum, á þessa leið: Hammúrabí hefir fleiri lagagreinir, er snerta veraldlegt félagslíf, akuryrkju, verzlun, skipasmíði, hermenn og eignir þeirra. Þar eru fastar reglur fyrir launum og leigu, jafnvel leigu eftir þreski- uxa. Lögin gera ráð fyrir öflugri akuryrkju, leigujörðum og óð- alsjörðum, vatnsskurðum og vatnsveitingum. Þriðji hluti laganna snertir heimilislífið, hjónabandið, erfðir og ættleiðing (adoption). í Móse-lögum er lítið um erfðir, ekkert um ættleiðing, og ekkert um verzlun. Nú eru Gyðingar verzlunarþjóð, en Móse gaf þeim engin verzlunarlög. Á dögum Salómons er nefnd nokkur verzlun. En það er fyrst miklu seinna, að Gyðingar tóku að reka verzlun af kappi. Hammúrabí- og Móse-lögunum ber víða saman í því, er snertir að verja líf, heiður, eignir og hjónaband. I þessum at- riðum eru þau bæði lík og ólík. Hammúrabí gerir sér mikinn mannamun. Aðeins frjáls- bornir menn og konur hafa fullan lagarétt. Leysingjar hafa minni rétt. Og þrælar eru alveg réttlausir. Þeir eru aðeins eign. I 196. gr. stendur: Ef frjáls maður slær auga úr öðrum frjálsum manni, þá skal hann sjálfur missa auga. En slái hann auga úr leysingia, þá skal hann borga 60 sikla í bætur (sikill er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.