Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 46

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 46
122 En það þarf eigi að vera vottur um meira siðgæði eða um, að Hammúrabí í raun og veru setji konuna á hærra stig, en Móse gerir, I 194. grein talar Hammúrabí um synd gegn föður, en 4. boðorðið segir: »Heiðra föður þinn og móður þína.« Faðirinn og móðirin eru jafnrétthá. Umönnun fyrir fjárhagnum og umhyggja fyrir siðferðinu fylg- ist ávalt að hjá Hammúrabí. Þetta kemur í ljós, þegar um sið- leysi yfirleitt er að ræða. Hammúrabí nefnir eigi á nafn siðleysi fyrir utan hjónabandið. En Móse krefst þess, að maðurinn skuli kvænast konu þeirri, sem hann hefir glapið (2. Mós. 22, 16—17). Hammúrabí hefir nokkrar greinar um hofmeyjar og hofskækj- ur. Peim er trygður arfur og eign. Og lögin telja sjálfsagt, að faðirinn geti beinlínis vígt dóttur sína til slíkrar þjónustu. Heródót kallar þess háttar lög skemdarlög Babýlóninga, og Móse mælir sterklega móti slíkri andstygð (5. Mós, 23, 17—18). Veitingahús þau, sem Hammúrabí nefnir, virðast hafa verið opinber pútnahús. Og veittu konur þeim forstöðu. Hammúrabí verndar eignir mjög stranglega. Pjófnaður er oftast dauðasök. Smáþýfi skal jafnan bætt með þrítugföldu endur- gjaldi. Hammúrabí hafði rekið burtu alla ræningja og ránsmenn. Nú vildi hann láta íjárhag manna blómgast í næði. Eftir Móse-lögum skal þjófurinn borga tvöfalt aftur (skila öllu þýfinu og missa sjálfur jafnmikið), Pjófurinn þarf eigi að láta lífið, nema hann sé staðinn að húsbroti. Pví þá er það í raun og veru að eins spurning um eitt líf af tveimur, annaðhvort líf húseigand- ans eða þjófsins (2. Mós. 22, 2—4). Um húsbrot segir Hamm- úrabí, eð drepa skuli þjófinn og grafa hann í holu þeirri, er hann hafi sjálfur grafið undir múrvegginn. Og þeim, sem stelur við hús- bruna, skal kasta inn í hitann. Hammúrabí ber umhyggju fyrir mannorði og heiðri manna. Ef einhver lýgur smán á þann eða þá, sem ætlar að giftast, þá skal lygarinn ekki fá færi á að endurtaka lygi sína. Falsvitni fyrir rétti getur verið dauðasök. Refsiregla sú, sem bæði Móse og Hammúrabí byggja hegn- ingu á, er endurgjaldsréttur (jus talionis). Sama er að segja um lög Sólons hjá Grikkjum og tólftaflna lögin hjá Rómverjum. Al- kunnu orðin í Móselögum: »Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn« eru og í Hammúrabí-lögunum í 196. gr.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.