Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 46
122 En það þarf eigi að vera vottur um meira siðgæði eða um, að Hammúrabí í raun og veru setji konuna á hærra stig, en Móse gerir, I 194. grein talar Hammúrabí um synd gegn föður, en 4. boðorðið segir: »Heiðra föður þinn og móður þína.« Faðirinn og móðirin eru jafnrétthá. Umönnun fyrir fjárhagnum og umhyggja fyrir siðferðinu fylg- ist ávalt að hjá Hammúrabí. Þetta kemur í ljós, þegar um sið- leysi yfirleitt er að ræða. Hammúrabí nefnir eigi á nafn siðleysi fyrir utan hjónabandið. En Móse krefst þess, að maðurinn skuli kvænast konu þeirri, sem hann hefir glapið (2. Mós. 22, 16—17). Hammúrabí hefir nokkrar greinar um hofmeyjar og hofskækj- ur. Peim er trygður arfur og eign. Og lögin telja sjálfsagt, að faðirinn geti beinlínis vígt dóttur sína til slíkrar þjónustu. Heródót kallar þess háttar lög skemdarlög Babýlóninga, og Móse mælir sterklega móti slíkri andstygð (5. Mós, 23, 17—18). Veitingahús þau, sem Hammúrabí nefnir, virðast hafa verið opinber pútnahús. Og veittu konur þeim forstöðu. Hammúrabí verndar eignir mjög stranglega. Pjófnaður er oftast dauðasök. Smáþýfi skal jafnan bætt með þrítugföldu endur- gjaldi. Hammúrabí hafði rekið burtu alla ræningja og ránsmenn. Nú vildi hann láta íjárhag manna blómgast í næði. Eftir Móse-lögum skal þjófurinn borga tvöfalt aftur (skila öllu þýfinu og missa sjálfur jafnmikið), Pjófurinn þarf eigi að láta lífið, nema hann sé staðinn að húsbroti. Pví þá er það í raun og veru að eins spurning um eitt líf af tveimur, annaðhvort líf húseigand- ans eða þjófsins (2. Mós. 22, 2—4). Um húsbrot segir Hamm- úrabí, eð drepa skuli þjófinn og grafa hann í holu þeirri, er hann hafi sjálfur grafið undir múrvegginn. Og þeim, sem stelur við hús- bruna, skal kasta inn í hitann. Hammúrabí ber umhyggju fyrir mannorði og heiðri manna. Ef einhver lýgur smán á þann eða þá, sem ætlar að giftast, þá skal lygarinn ekki fá færi á að endurtaka lygi sína. Falsvitni fyrir rétti getur verið dauðasök. Refsiregla sú, sem bæði Móse og Hammúrabí byggja hegn- ingu á, er endurgjaldsréttur (jus talionis). Sama er að segja um lög Sólons hjá Grikkjum og tólftaflna lögin hjá Rómverjum. Al- kunnu orðin í Móselögum: »Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn« eru og í Hammúrabí-lögunum í 196. gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.