Eimreiðin - 01.05.1914, Side 47
123
Hammúrabí fylgir þessu fram bókstaflega. Ef einhver drepur
son manns síns, þá skal drepa son morðingjans. Móse víkur til
hliðar og dregur úr. Hann bannar að drepa son í stað föður (5.
Mós. 24, 16).
Endurgjaldsrétturinn gilti auðvitað eins fyrir embættismanniun
eða þann, sem átti að hegna brotinu. Að öðru leyti eiga menn
ekki að fylgja rétti þessum, segir Jesús (Mt. 5, 39), heldur miklu
fremur: «Eins og þér viljið að mennirnir breyti við yður, eins
skuluð þér og breyta við þá«. (Lúk. 6, 31).
Hegningin sjálf var hörð og ströng hjá Hammúrabí. 33 af-
brot hafa dauðahegningu í för með sér. Og 13 þeirra fylgir auka-
hegning (píslir): grafinn lifandi, kastað í vatn, börn vegandans
drepin, lagður á steglur. I 133. grein stendur, að kona, sem
drepið hefir mann sinn sakir annars manns, skuli lögð á steglur.
Einnig er nefnt, að höggva hendur af, skera úr tungu, skera af
eyru og rífa úr augu. Vínsölukona, sem selur vín sitt of dýrt,
skal láta lífið. Henni skal í vatn kastað. Ef þetta er rétt þýð-
ing á 108. grein, sem annars er óglögg, þá er það einkennilega
hörð hegning.
Hammúrabí mælir hegninguna að miklu leyti eftir skaðanum,
án þess að spyrja um hugsun eða tilgang. Pað virðist vera ósann-
gjarnt, að læknirinn missi hendurnar fyrir einn einasta holdskurð,
sem mishepnast. Pað er og ósanngjarnt, að húsasmiðurinn láti
lífið, ef húsið, sem hann hefir bygt, hrynur og verður mönnum
að bana.
í 106. grein er ein undantekning frá þessu. Ef einhver verð-
ur öðrum að skaða í áflogum, þá getur hann sagt: Æggerðiþað
ekki viljandi«. Hann sleppur þá, en læknishjálp verður hann að
borga.
Móse gerir glöggan mun á morði og voðavígi. Morðinginn
á að láta lífið. En sá sem vinnur voðavíg, sleppur, ef hann kemst
til griðastaðanna (4. Mós. 35, 11—12).
Dauðahegning eftir Móse-lögum var grýting (5. Mós. 13, 10).
Eftir Hammúrabí-lögum voru dauðadæmdir menn líklega höggnir
með sverði. Ef hegningin er hýðing, þá eru vandarhöggin hjá
Hammúrabí upp að 60, en 40 hjá Móse. Seinna voru þau 39
hjá Gyðingum (5. Mós. 25, 2—3; 2. Kor. 11, 24).
Hammúrabí virðist hafa yfirburði yfir Móse, að því er
mannhefndir snertir. Hver á að láta fullnægja dómnum, þegar