Eimreiðin - 01.05.1914, Page 61
137
Hvernig Jónas orti á dönsku
Petta má sjá af tveimur kvæðum, sem hingað til hafa verið
ókunn, en nýlega hafa verið birt í aldarminningarriti um Japetus
Steenstrúp, í ritgerð um æskuár hans, eftir son hans prófessor
Jóh. Steenstrúp.
Eins og getið var um í síðasta hefti Eimr. (XX, 62—65),
ferðaðist Jónas Hallgyímsson með Steenstrúp á Islandi árið [840,
og urðu þeir brátt svo miklir vinir, að Jónas átti upp frá því
jafnan athvarf hjá honum. Og eftir að Steenstrúp var orðinn
kennari við háskólann í Sórey, bauð hann Jónasi til sín, og þar
bjó hann heilan vetur eða meira (1843—44) og undi vel hag sín-
um; enda gat hann þar auk Steenstrúps umgengist aðra eins
menn eins og skáldin Hauch og Ingemann og ýmsa fleiri. Segist
honum og sjálfum svo frá (í bréfi til í’órðar Jónassens háyfirdóm-
ara), að í Sórey hafi hann lifað sínar beztu stundir, enda hafi
dvölin þar verið, að kalla megi, eini ljósgeislinn í lífi sínu.
Hið fyrra af þessum kvæðum Jónasar er í bréfi til Steen-
strúps, dags. í Reykjavík 4. okt. 1841, eftir að Steenstrúp var far-
inn aftur til Danmerkur og nýbúinn að fá embættið í Sórey. Af
því að kvæðið er í sjálfu bréfinu, álítum vér sjáifsagt að prenta
iíka þann kaflann úr því, sem er nauðsynleg umgjörð kvæðisins,
ásamt þeim skýringargreinum neðanmáls, sem einnig eru í bréfi Jón-
asar. Og vér álítum meira að segja réttara að prenta bréfkafl-
ann á dönsku, heldur en að þýða hann á íslenzku, svo að gletn-
isorð Jónasar fái sem bezt að njóta sín óbrjáluð. Þessi bréfkafli,
með kvæðinu í og neðanmálsskýringum, hljóðar svo:
»Min gode kære Steenstrup! Hvor dit Brev har bedrOvet
og glædet mig. Jeg maatte le og græde, som det hedder i No-
vellerne. Nu vil ieg, som det sig hör og bör, begynde med et
Digt fra i Gaar, der kunde passe til denne höjtidelige Leilighed.
Til Klippen i dens Vælde,
til Bolgen i dens Gang,
Ak, til mit Hav og Fjelde
jeg tolke maa min Sang;
thi jeg er træt og ene
og sidder langt fra Dig
paa mossede, brændte Stene
og Ingen horer mig.
Du kjender jo den hulde,
den blaalig-dunkle Nat,
den hemmelighedsfulde,