Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 70

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 70
146 sköpulags jurtalíffæranna og starfsins, sem þau inna af höndum; en af því leiðir, að bókin er skemtileg; hún er alls ekki »þur«, eins og skólabókum svo oft er brugðið um. í’að er óhætt að fullyrða, að Stefán gat tæplega valið sér betri fyrirmynd. Þá sný ég mér að »Plöntunum< hans Stefáns. Stefán byrjar bókina með formála, eins og lög gera ráð fyrir, og skal ekki orðlengja um hann hér. Í’ví næst kemur byrjun bókarinn- ar, mynd af sóley og lýsing. Lýsingin er fremur stutt, og ætluð til þess, að kenna nemandanum að greina aðalparta jurtallkamans. l'etta er ekki í bók Warmings, og þar hefði það líka verið óþarft, því að danskir nemendur á því reki vita glögg deili á aðalpörtum jurtarinnar. Hér á landi getur stundum verið öðru máli að gegna, og er því mjög heppilegt að lesa mjög rækilega lýsingu sóleyjarinnar, áður en byrjað er á bókinni. Bezt er að nota fyrstu tímana til þess, að sýna nem- endum lifandi jurtir, skýra fyrir þeim sköpulag þeirra og láta þá svo sjálfa gera það, sem þeir geta, og lýsa þeim. Ef svo er að farið, verður áframhaldið auðveldara. Þegar skólarnir byija j. október, er mikill hluti jurtanna horfinn; en ef vel er leitað, má ávalt finna nokkr- ar lifandi jurtir í októbermánuði. Bezt væri að láta skólana byrja 1. september og láta kensluna styðjast við skólagarð, þar sem ræktaðar væru algengar jurtir íslenzkar og ýmsar útlendar nytsemdartegundir. Eftir lýsingu sóleyjarinnar er byrjað að tala um sköpulag jurtanna Ífirleitt og lífsstörfin. Er það alllangur kafli (frá 2. bls. til 106. bls.). ’essi kafli er að mestu útlagður eftir bók Warmings. Lýsingarnar eru skýrar, málið lipurt og frásögnin fjörug. Á bls. 106 byrjar kaflinn um skyldleika og niðurskipun plantnanna. Þessi kafli er að mestu frum- saminn, og hefir Stefáni þar komið að góðu haldi margra ára kenn- ara-reynsla. Þessi kafli byrjar á þeirri ætt, sem talin er standa efst í þróunarstiga jurtanna: Körfublómaættinni, og endar á lágplönt- unum. Það stendur auðvitað á sama, hvort byijað er að ofan eða neðan á jurtaríkinu, en í kenslubók fyrir byrjendur er sjálfsagt að byija á háplöntunum, eins og gjört er, af því að þær eru nemendun- um kunnari, og það er auðveldara að átta sig á þeim. En að byrja á heilkrýningum, finst mér miður heppilegt. Það er að minsta kosti mín reynsla, að nemendum veitist miklu léttara að átta sig á laus- krýningum. Bezt væri að byrja á ætt með einstökum blómum, því að blóm í blómasafni eru oftast erfiðari fyrir byrjendur, og venjulegast verður þeim hált á körfunni. Ef ekki yrði komist hjá að byija á jurt með blómskipan, væri klasinn léttari en karfan. Það stendur auðvitað á sama, hvernig ættum er skipað niður í svona kenslubók, því að kennarinn getur sjálfur ráðið, á hvaða ætt hann byijar. Ættakaflinn mun reynast nemendum erfiðastur, og lærdómurinn mun verða að litlum notum, nema góðar myndir og jurtir sé notaðar við kensluna. Síðast í þessum kafla er glögt yfirlit yfir þroskastig plönturíkisins, og er þar byrjað að neðan. Bókin endar á stuttu yfirliti yfir gróður á íslandi. Um málið á bókinni skal ég ekki segja margt né mikið. Ég kann þó ekki vel við orðið »gerð« (gerð plantnanna á 62. bls.) um innra sköpulag jurtanna, og mér er meinilla við »selluna«. Myndimar em bæði margar og góðar, og auka mjög gildi bók-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.