Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 71

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 71
147 arinnar. Ég nota tækifærið til þess, að leiðrétta ofurlitla villu á 150. bls. Þar er mynd af bóluþangi, sem merkt er með H. J. Þetta merki má ekki skilja svo, að ég hafi teiknað myndina, því að svo er ekki; en hún er teiknuð af öðrum eftir íslenzkri jurt og er tekin úr mínum bókum. Stefán hefir öðrum fremur aukið þekkingu íslendinga í grasafræði, bæði sem kennari og rithöfundur, og þarf ekki lengra að fara en benda á »Flóru« og »Plönturnar«. Hafi hann heiður og þökk fyrir. HELGI JÓNSSON. HERMANN JÓNASSON: DRAUMAR. Rvík 1912. íslendingar hafa frá alda öðli verið draumspakir, og tekið mjög mark á draumum, sem sjá má í fornsögum vorum. Ef til vill erum vér ættlerar forfeðra vorra í draumspeki, eins og í ýmsu öðru. En eigi að síður lifir þó trúin á drauma í hug og hjörtum þjóðarinnar. Alt til þessa höfum við þó látið okkur nægja trúna eina, og hver hefir ráðið drauma sína upp á sína vísu. Mér vitanlega hefir enginn ís- lendingur fengist við vísindalegar rannsóknir hvorki á sínu eigin draum- lífi né annarra. Erum vér í því sem mörgu öðru eftirbátar flestra ann- arra þjóða. Í’ví um langan aldur hafa verið vísindamenn í flestum mentalöndum heimsins, er hafa lagt kapp á að rannsaka drauma og orsakir þeirra. Og þó mönnum hafi enn eigi tekist til fulls að skýra draumalífið yfir höfuð, eru þó flestir nú á eitt sáttir um ýms aðalatriði viðvíkjandi flokkun drauma og sambandi þeirra við sálarlíf og alt ástand þess, er dreymir. »Draumar« bera þess ljósan vott, að höf. hefir verið lítt kunnugur rannsóknum útlendra vísindamanna á draumum, því ella mundi hann sjálfur hafa séð, að sumir draumar hans eiga sér eðlilegar (þ. e. a. s. þektar) orsakir, eins og t. d. draumurinn um pestarkindina, og að aðr- ir eru til orðnir í ástandi, sem — eftir því sem hann sjálfur lýsir því — er tæplega ósjúkt, og það einmitt sögudraumarnir. Af því leiðir þó ekki, að bæði hið einkennilega ástand og draumarnir geti ekki ver- ið markvert á sína vísu. En í augum draumspekinga mun Njáludraum- urinn, sem höf. álítur einna merkastan allra drauma sinna, verða fremur léttur á metunum, bæði vegna hins einkennilega ástands höf. og vegna þess, hve langt var um liðið, er höf færði drauminn í letur. Þó er einkennilegt, að tími sá, er höf. segir, að sá draumur hafi var- að, kemur allvel heim við nýjustu rannsóknir á tímahlutföllum milli ræðu og fyrirburða í svefni. Æskudrauma höf- mun mega telja til draumaflokks þess, er ósk- draumar nefnast. Þó er Koludraumurinn þar frábrugðinn venju, þvf þess hafa eigi fundist dæmi, að menn, sem ganga í svefni, muni, er þeir vakna, draum þann, er gaf tilefni til svefngöngunnar. En draum- ur þessi hefir sama galla og flestir hinir aðrir draumar: hann er sagð- ur löngu seinna en hann skeði. Mundi hann því tæplega verða talinn að marki meðal vísindamanna. Hjaltabakkadraumurinn er einstakur í sinni röð, og hefir þann kost fram yfir hina draumana, að hann er vottfestur. — Þó er vottorðið því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.