Eimreiðin - 01.05.1914, Side 74
150
og blessuðu hann í hjarta sínu. En hvenær sem hann mintist á Ketil prest, var
eins og alt umhverfðist, eins og augu þeirra, sem rétt áður Ijómuðu af mannkær-
leika, sindruðu af gallbeiskju og óslökkvandi hatri. — Loks kemst hann heim að
Borg, þar sem hann hittir bróður sinn, konu sína, son sinn og barnsmóður, sem
öll fyrirgefa honum — og svo deyr hann sáttur við alla og sannfærður um fyrir-
gefningu dómarans mikla og gæzkuríka.
Hér er svo vel farið með fagurt efni, að slíkt gerir enginn nema reglulegt
skáld. Enda hefir þessi bók G. G. vakið almenna athygli og hlotið alment lof
allra ritdómara, bæði í Danmörku og Noregi, og það svo, að vér minnumst varla
að hafa séð jafneinróma lof um nokkra bók eftir jafnungan höfund. Vér höfum
átt kost á að sjá sæg af ritdómum um hana, en skulum láta oss nægja að tilfæra
einstöku setningar úr sumum þeirra.
í hinu þjóðkunna norska tímariti »For Kirke og Kultur« (io. h. 1913) segir
svo um »Gest eineygða« :
»Síðan á blómaárum Björnsons hefir jafntígið göfugmenni ekki verið skapað í
norrænum listum. Ég þekki engan, sem ég gæti jafnað honum við nema biskup
*Bien Venua. í sögu Viktor Hugós »Aumingjarnir«. Eins og þá bók geta allir les-
ið Gest eineygða, jafnt þeir, sem mest þykir varið í »spenninguna« og ást hafa
á æfintýrum, eins og þeir, sem vilja í kyrþey samlaða sig göfuglyndi og spekings-
anda, eða þeir, sem njóta vilja frábærrar skáldsnildar. A sálarspjöld þeirra allra
mun Gestur rista rúnir, sem ekki mást af aftur bráðlega.«
í »Köbenhavn« segir skáldið Sophus Michaélis, að pílagrímsgöngu Gests sé lýst
með svo miklu hugarflugi og tilfinningaafli, að það minni á Viktor Hugó. — »Berl.
Tid.« segir að G. G. hafi tekið sér Hall Caine til fyrirmyndar, og ekki aðeins tekist
að jafnast við þessa stóru fyrirmynd, heldur meira að segja komist fram úr henni.
— I »Riget« segir rithöfundurinn Louis Levi: »Séu hin tvö bindin af »Sögu Borg-
arættarinnarc jafnkostamikil og »Gestur eineygði«,— ég þekki þau því miður ekki,—
þá er hér um svo tilkomumikinn rithöfund að ræða, að hann skapar nýstreymi í bók-
mentunum. Eitthvað í áttina til Selmu Lagerlöf — sannnorrænan höfund með
nýskapandi frumleiksgáfu. Ekki neinn mannvitshöfund eins og t. d. Strindberg
og Ibsen, heldur tilfinningaskáld, sem getur lýst kveinstafaþyt Yggdrasilsasksins,
eftir að rætur hans hafa teygt anga sína djúpt niður í jarðveg kristindómsins.«
Ætla mætti að íslenzku bóksalarnir flýttu sér að birta löndum sínum þessa bók.
V G.
JÓN SVENSSON: NONNI. Erlebnisse eines jungen Islánders, von ihm selbst
erzáhlt. Með 12 myndum. XII 356 bls. Freiburg 1913 (Herdersche Verlags-
handlung). Verð: M. 3,80, ib. M. 4.80.
Hann ætlar að reynast Islandi þarfur maður, hann séra Jón Sveinsson landi
vor, kaþólski presturinn, sem Eimr. hefir svo oft haft tækifæri til að minnast á. Eftir
að hann í meira en 20 ár hefir verið kennari við kaþólskan skóla í útjaðri Kaup-
mannahafnar, ei hann nú fluttur til Hollands og seztur þar að á gömlu höfðingja-
setri, Exaten, þar sem hann getur varið nær því öllum stundum til ritstarfa. Og
þegar litið er til þess, hve miklu hann gat afkastað í sínum fáu frístundum frá
skólakenslunni, má búast við, að ekki verði minna um vert, er hann hefir nú fengið svo
fullkomið næði til ritstarfa. Og alt, sem hann ritar, miðar til að auka þekkingu
útlendinga á Islandi, og er jafnframt þannig ritað, að fólkið er sólgið í að lesa það.
Og nú ritar hann á heimsmáli, þýzku, sem talað er og lesið af mörgum tugum milj-
óna. ?etta er ekki lítilsvert fyrir oss, og er sá enginn íslandi týndur sonur, er