Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 2

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 2
iS8 amtmaður T/wrarenscn beðnir af stjórninni um að gera tillögur landinu til heilla og framfara. Báðir rita þeir mikið um brenni- vínið. Hannes biskup talar um aðflutningsbann, en er því mót- fallinn. En hann kemur með mörg ráð til að hindra drykkju- skap, t. d. að bóndi, er skuldar kaupmanni, megi ekki fá áfengi, að áfengisskuldir séu réttlausar, að það, hversu mikið áfengi maður megi kaupa, skuli fara eftir efnahag kaupandans o. fl. Stefán amtmaður talar líka um aðflutningsbann, og hrekur allar ástæður á móti því, og segir það hið eina, er dugi; en þar sem það muni ekki koma til, að það ráð verði tekið, þá leggur hann til ýms önnur ráð. Bæði þessi bréf eru geymd í Ríkisskjalasafni Dana. En þó svo væri, og stjórnendum landsins væri það ljóst, hversu mikinn skaða áfengið gerði, þá var þó ekki um neina bindindisstarfsemi að ræða; hún var með öllu ókunn. Það er fyrst í kringutn 1840, að bindindishugsjónin kemur fram, og um það bil varð hún og öflug í Danmörku, og kom hún þangað með manni, er Kevster hét. Landar í Khöfn stofnuðu þá bind- indisfélag, og náði sá félagsskapur nokkurri útbreiðslu á íslandi. Bessi hreyfing kom að ofan, frá þeim »lærðu«, en almúginn eða alþýðan þýddist hana ekki. Margir íslenzkir merkismenn voru meðlimir í þessum félagsskap, t. d. /ónas Hallgrímsson, Brynjólfur Pétursson, lómás Sœmundsson, Konrdb Gíslason, Björn Gunnlaugsson, Pétur Pétursson biskup, séra Daníel Halldórsson, Sveinbjörn rektor Egilsson o. fl.; það mátti næstum heita svo, að allir heldri menn landsins væru í félaginu. En þó svo væri, þá varð það ekki langgætt, heldur dó eftir fárra ára starf. Margir af þeim, er { félaginu voru, höfðu mjög gott af félagsskapnum, og voru sumir þeirra upp frá því alla tíð bindindismenn, t. d. Björn Gunnlaugs- son og séra Daníel Halldórsson; en aðrir, er verið höfðu of- drykkjumenn, voru upp frá því hófdrykkjumenn, eða höfðu full- komið vald á vínnautn sinni. Arið 1872 vaknaði bindindishreyfingin aftur. fað var póli- tískt bindindi. 26. febrúar 1872 kom út tilskipun um toll á brennivíni og áfengisdrykkjum, nema öli, til þess að jafna upp tekjuhalla landsins. Fjárhagur Islands og Danmerkur var aðskil- inn 2. janúar 1871, en ríkisþing Dana veitti þó allar fjárveitingar til landsins þarfa, og alþingi hafði nærfelt ekkert um fjárhaginn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.