Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 6

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 6
IÓ2 blöðin. Eins og Ásgeir starfaði út á við, eins starfaði Fribbjörn Steinsson inn á við í stúkustarfinu, og hefir hann ávalt síðan ver- ið aðalmaður stúkunnar, og int mjög mikið starf af hendi í henn- ar þarfir. og Stórstúkunnar, enda hefir Stórstúkan gert hann að heiðursfélaga sínum; en þess heiðurs hafa auk hans aðeins notið \>€vcjBorgf>ór Jósefsson og Sigurbur Eiríksson. Vorið 1885 má heita, að nýtt tímabil myndist í sögu Regl- unnar. Á fundi, er stúkan ísafold hélt þann 15. júní 1885, var samþykt, að senda Björn ljósmyndara Pálsson, nú á ísafirði, til Rvíkur, til þess að reyna að koma þar á fót stúku, og voru honum veittar 100 krónur til fararinnar. Björn hét förinni, og 4. Ólafur'Rósenkranz. 5. Stefán Runólfsson. ? júlí 1885 stofnaði hann í Reykjavík stúkuna Verbandi nr. 9. Hafði Reglan þá fengið fástar fætur í öllum þremur kaupstöðum landsins. En það var ekki nóg með, að Reglan með stofnun Verðandi hafði fengið fastar fætur í Rvík, hún hafði líka fengið marga nýta og þróttmikla félaga. Á meðal stofnenda stúkunnar voru Ólafur Rósenkranz leikfimiskennari, Stefán Runólfsson úrsmið- ur og Sveinn Jónsson trésmiður, og hafa þeir allir, einkum og sér- staklega Ól. R, starfað mikið fyrir stúkuna og fylgt henni jafnan að málum; og Stefán hefir altaf verið meðlimur hennar. Eins og stúkan Isafold hafði norðanlands verið frömuður alls bindindis, og sent menn í leiðangur til stúkustofnana, eins varð stúkan Verðandi frömuður allra slíkra framkvæmda á Suðurlandi, og mjög heppin í starfi sínu. Fundarsalurinn varð brátt oflítill, svo ekki varð við hann unandi. Var þá ekki nema tvent fyrir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.