Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 9

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 9
i6$ væri útlent félag, og þyrfti alt að sækja til útlanda, mætti ekki setja smálagastaf án erlends samþykkis. Peim, er um þetta töl- uðu, var vitanlega svarað því, að Reglan væri alþjóðafélag. En mótstöðumennirnir annaðhvort vildu ekki, eða gátu ekki, skilið það. Og þeim var nokkur vorkunn, því enn í dag mun margur vera sá, er ekki skilur, hve mikla þýðingu það getur haft fyrir menn, að vera í alþjóðafélagsskap. Máske skilja margir það bet- ur nú, eftir stríðið; því það er enginn efi á því, að nú vinnur al- þjóðafélagsskapur mörgum manni beint gagn og gleði. Gegnum slíkan félagsskap fá margir bréf frá venzlamönnum sínum. T. d. get ég getið þess, að Tjóðverji, sem er búsettur í Danzig, er trúlofaður enskri stúlku í London, og þau skrifast á. En nú má ekki senda bréf frá Englandi til Pýzkalands, og því verður hún að senda öll sín bréf, og eins hann, til kunningja hans í Khöfn, er síðan sendir þau áleiðis. Og ýms eru þess dæmi, að íslend- ingar hafa haft beinan fjárhagslegan hagnað af því, að vera í al- þjóðlegum félagsskap. En þetta vildu menn ekki skilja. Og þó þeir skildu það til fullnustu, þá þurftu þeir að fá yfirstjórn Regl- unnar til landsins; þeim var þá margfalt hægara, að vinna að málefnum sínum, og þeir horfðu ekki í það, þó það yrði nokkru dýrara. Að tilhlutun helztu forkólfa Reglunnar var ákveðinn fundur í Rvík 23. júní 1886. Mætti Björn Pálsson þar sem umboðsmaður hátemplars, og sfofnaði Stórstúkuna, og voru þar mættir 16 full- trúar.1) Sem við má búast, þá voru ekki mörg merkismál á þessu þingi. Aðalverkin, er fyrir lágu, voru, að þýða lög Reglutinar á íslenzku (Stórstúkulögin) og þýða að nýju eða endurskoða eldri þýðingar. Voru þeir Jón Ólafsson, Björn Pálsson og Indriði Einarsson til þessa starfa kjörnir, og höfðu þeir lokið lagaþýð- ingunni fyrir þinglok. En mestan þátt í því starfi átti Jón Ólafs- x) Fulltrúamir voru: Frá Akureyri: Friðbjörn Steinsson og Magnús Einarsson organisti; frá í s a f i r ð i: Skúli Thóroddsen sýslum. og Sigurður Andrésson; frá Hafnarfirði; Magnús Blöndahl, síðar alþm.; frá Kefla- vík: Þórður Thóroddsen læknir; úr Reykjavík; Gestur Pálsson ritstjóri, Björn Pálsson, Oddur Jónsson læknir, Jón Ólafsson ritstjóri, Guðlaugur Guðmunds- son, síðar bæjarfógeti, f’órhallur Bjarnarson, síðar biskup, Magnús Bjarnarson, síðar próf. á Prestsbakka, Þórður Ólafsson, síðar próf. á Söndum, Indriði Einarsson, síð- ar skrifstofustjóri, og Sigurður Magnússon.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.