Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 19

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 19
'7 5 varð sú raunin þar á. En afleiðingin af því varð sú, að á næsta þingi var starfinn aftur lagður niður, en svo settur aftur á fót 1901. III. ÁRIN 1891 — 1897. Viö brottför Guðlaugs varð Oiafur Rósenkranz stórtemplar, og var hann síðan kosinn það á þinginu 1891, og gegndi því^til þingsins 1897. Pessi ár var talsvert unnið að útbreiðslu bindindismálsins, og ferðaðist Arni Gíslason leturgrafari um land alt í þeim erindum. 17. Árni Gíslason. 18. Séra Jens Pálsson. Árni var afar-vinsæll maður, hægur og kyrlátur, ljúfur og lipur í allri framkomu, vel máli farinn og laginn að tala fyrir máli sínu. Hann starfaði ekki mikið að því, að stofna stúkur, en lét sér nægja, að ferðast um og tala fyrir málinu, og stofnaði talsvert víða bindindisfélög; lifðu sum þeirra nokkra stund og breyttust síðar í stúkur. Það, sem sérstaklega einkennir þessi ár, er, hve mikið St. St. starfaði að stofnun almennra bindindisfélaga. Pað lítur nærri því svo út, sem það hafi verið eina — eða að minsta kosti aðal-hugsunin á þeim árum. Pað voru samin lög fyrir bindindisfélög, eyðublöð undir skýrslur fyrir þau o. s. frv. Pað liggur óneitanlega hendi næst, að líta svo á, sem það væri að starfa á móti templarafélaginu. Peim mun fleiri sem eru í öðr- um bindindisfélögum, þeim mun minni líkur eru fyrir því, að templarar verði fjölmennir. Og þessi hugsun hefir ráðið í St. St. 2'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.