Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 26

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 26
hún mátti, því hún hefir jafnan verið rtijög áhugasöm um templ- aramál. Hið frámunalega fjör og hin laðandi áhrif Indriða komu honum hér í góðar þarfir. Hann ritaði fjörug og seiðandi um- burðarbréf, og var eins og hann stappaði herskarana upp úr jörðinni. Og aðstaða hans var að mörgu leyti góð. í tíð Ólafs Rósenkranz hafði verið starfað að nýrri endur- skoðun á áfengislöggjöfinni. Frumvörp um héraðasamþyktabann höfðu verið borin upp á þingunum þá, en þau náðu ekki fram- gangi — urðu ekki útrædd. A þinginu 1899 voru loks samþykt ný lög um verzlun og veiting áfengra drykkja, og giltu þau lög unz aðflutningsbannlögin tóku við. Að þessum lögum var hin mesta framför. Annað þó enn merkilegra var samþykt á þinginu 1899, og það voru lög frá 12. janúar igoo um bann gegn tilbún- ingi áfengra drykkja á íslandi. Var það Guðlaugur Guðmundsson, er bar þau fram á alþingi, en hann var, eftir að Jón Ólafsson hætti þingstörfum, aðalmaður templara á alþingi. Pau voru sam- þykt í neðri deild með 17 atkv. gegn 1, og í efri deild í einu hljóði. Og það, sem er eftirtektarvert, er, að þau voru samþykt nær umræðulaust. Pví ekki tel ég, þó framsögumennirnir í deild- unum gerðu nokkra grein fyrir þeim. Pessi lög voru áður borin fram af bindindismönnum á alþingi 1895, og gengu þá gegnum neðri deild, en komust aldrei á dagskrá í efri deild. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá eru slík lög fyrst og fremst bindindis- lög. En bindindismenn héldu því þá fram, að tilgangurinn væri tvennskonar, »að koma í veg fyrir aukna áfengisnautn, og að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.