Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 30

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 30
186 Reglan á íslandi og bannmálið á Sig. Eiríkssyni meira að þakka en nokkrum öðrum einstökum manni. Hann hefir fært henni hvern sigurinn á fætur öðrum, en launin, sem hann hefir hlotið fyrir það, er fátækt og sultur, öfund og bakbit, svo hann er sannarlega ekki öfundsverður af borguninni! Enda mun hann aldrei hafa gengist fyrir henni, heldur hinu, að hann varð hug- fanginn af málefninu, og vildi sem mest gott láta af sér leiða í þágu þess og þjóðfélagsins í heild sinni. En auk þess, að 01. Rósenkranz hafði plægt jarðveginn, þá kom enn nýtt atvik fyrir, er stuðlaði mikið að gengi og vexti Reglunnar, máske hvað mest af öllu, og eflaust hið lang-veiga- 32. Helgi Sveinsson. 33. Guðm. Björnsson. mesta til frambúðar. Og það var fyrirlestur Gubm. Björnssonar, landlæknis, um áfengi, er haldinn var 26. des. 1898, í Iðnaðar- mannahúsinu í Rvík, að tilhlutun »Umdæmisstúkunnar« nr. 1. Fyrirlestur þessi var, eins og aðrir fyrirlestrar G. B., fluttur af mælsku og þekkingu, og hafði þá strax sýnilega mikil áhrif. G. B. sannaði þar: »að áfengi sé eitur, sé skammgóður vermir, sé svikul máttarstoð, sé eyðandi heilsu, fé og siðferði manna, sé mesta mein aldarinnar«. Um þessa ræðu segir einn merkasti templarinn: »Enga ræðu hefi ég heyrt snjallari flutta fyrir bind- indismálinu. Og enga ræðu veit ég hafa haft heillavænlegri áhrif til sigurs og sæmdar.« Og lík orð hefir annar merkur maður haft við mig, og mig grunar, að ræða þessi hafi gert hann að templar. Víst er um það, að ræða þessi hafði afarmikil áhrif og varð Reglunni hin mesta »féþúfa«. Fyrstu tvö árin var fjölgunin

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.