Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 32

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 32
188 á burtu. Hvert félag, sem vill komast áfram, verbur ætíð að hafa það hugfast, að láta meðlimi sína hafa nóg að starfa og hugsa um. Ef stjórn félagsins hugsar rækilega um það, þá lifir félagið góðu lífi. Aðgjörðaleysi er dauði, áreynsla, vinna og strit er líf og þroski. Pað fór svo, að Indriði var endurkosinn stórtemplar með eins atkvæðis mun, og held ég, að aldrei hafi eitt atkvæði haft meiri né heillavænlegri áhrif en þá. En mótstöðumennirnir sigr- uðu Sigurð alfarið, og hann fór nokkru síðar til Ameríku. En það var all-dýr sigur, því næstu 2 ár var fjölgunin í barnastúk. unum ekki nema 8,6 °/o, og 1901—3, er Jón Árnason hafði tek- ið við, komst hún niður í 2,5 °/o. En gæta verður að því, að svipað var um undirstúkurnar. Fjörkippurinn var búinn. En af starfinu þessi árin má læra það, að það er meira komið undir áhuga félagsmanna, en öllu öðru, t. d. stöðu eða þvílíku. Og þótt vandað sé til stúkustofnananna, þá þurfa þær ekki að reyn- ast betur fyrir þá sök. Pað liggur í hlutarins eðli, að þar sem áhuginn var svo lif- andi þessi ár, þá var líka mikið unnið að innanfélagsmálum. A Stórstúkuþinginu 1897 var samþykt mjög margt, og reynt að framkvæma það; en það bar ekki alt árangur. Pá var ab tilhlut- un Porv. Porvarðssonar byrjað að gefa út barnablaðið ^Æskan^, og var Sig. Júl. Jóhannesson fyrstur ritstjóri þess. fað var fyrsta barnablað landsins, og þó að það hafi ekki beinlínis verið gróða- fyrirtæki, hefir það þó altaf fremur gefið arð en hitt; stundum hefir Stórstúkan haft tekjur af því. Pá var og gefið út fræðslu- kver. það þýddi Jón Olafsson, en Guðmundur Magnússon, pró- fessor, og P. J. Thóroddsen, læknir, yfirfóru það og handbók templara. Var langt síðan að Indriði hafði vakið máls á þessum útgáfum, en það fyrst samþykt, er hann tekur við völdurn. Pað hefir verið haft að gamni, að það hafi borið við í þing- veizlu 1895, að nokkrir templarar hafi fundið á sér af »skúmi«. Var sagt, þeir hefðu verið ölvaðir, og hent gaman að. En »skúm« var talinn óáfengur drykkur og þeim leyfilegur til drykkjar. Og eftir því, sem nú er upplýst, hafa þeir ekki orðið snortnir af áfengisáhrifum, heldur af kolsýru. En þetta hneyksl- aði náungann, og því var það, að Skafti Jósefsson, ritstjóri Austra, lagði til 1897, að Stórstúkan bannaði »skúm«, en hann var þar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.