Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 34

Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 34
190 héldu fram, væru móti aðflutningsbanninu, heldur hitt, að þeir,. eins og Borgþór segir, töldu það heillavænlegra, að taka stigiö- í tveim skrefum, og töldu vínsölubann fáanlegt, en hitt ekki. Hinir héldu því aftur fram, að vínsölubann tefði aðeins fyrir að- flutningsbanninu, og sumir voru jafnvel algerlega á móti því,. vegna lagabrota og hve ilt yrði að hafa eftirlit með því, að lög- unum yrði framfylgt. Undir eins fyrsta þingdaginn (1901) kom mál þetta á dag- skrá, og komu fram 7 tillögur um það, ýmislega orðaðar, sumar um að vinna að aðflutningsbanni einu, aðrar að vínsölubanni aðal- lega, eða þá til vara, o. s. frv. Lyktaði þá með því, að málið* var sett í nefnd. Aðalmenn bann- manna voru þá Páll verzlunarmað- ur /ánsson, séra Björn Þorldksson og Gubm. Magnússon skáld, en af hinna hálfu Bjórn Jónsson ritstjóri, Einar Hjórleifsson skáld og Bjórn- Bjórnsson í Grafarholti. En stór- templar lét deilurnar lítt til sín taka. Pegar málið kom aftur frá nefndinni, lagði meirihlutinn til, að safnað væri undirskriftum til næsta hausts meðal allra kjósenda lands- ins, um að skora á þingið, að lög- leiða aðflutningsbann. En minni- hlutinn (Björn Jónsson) vildi láta setja á eftir aðflutningsbanni »eða til vara vínsölubann*. Séra Björn vildi þegar á næsta al- þingi láta halda fram aðflutningsbanni, og gerði tillögu um það með 26 öðrum fulltrúum. Um þetta urðu harðar deilur, er lykt- aði svo, að tillaga séra Björns var feld með 30 atkv. gegn 21, svo að ekki einu sinni allir tillögumennirnir greiddu atkvæði með- henni. En varatillaga Björns ritstjóra var samþykt með 40 atkv. gegn 9, og aðaltillaga meirihlutans. En í framkvæmdarnefndinni urðu þá vínsölubannsmenn í meirihluta, og er listarnir voru bún- ir til, þá var svo frá þeim gengið, að dálkarnir voru þrír, 1. fyrir aðflutningsbannsáskorenaur, 2. fyrir vínsölubaun og 3. fyrir þá, er mótfallnir voru hvorutveggju. Petta leiddi aftur til þess, að margir bannmenn út um land rituðu í vínsölubannsdálkinn, þótt þeir væru með aðflutningsbanni, af því þeir töldu það fáanlegra-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.