Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 35

Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 35
19I A5 þessari skýrslusöfnun var starfað næstu árin, og allur bunk- inn síðan sendur alþingi, er ekki leit á skýrslurnar. Pegar Stór- stúkuþinginu igOi sleit, var það því jafnóráðið, hvort Reglan skyldi halda sér að aðflutningsbanni eða vínsölubanni, eins og þegar það kom saman, og lausnin á því máli fékst fyrst 1903. Á Stórstúkuþinginu 1901 bar Einar Hjörleifsson fram, að rétt væri að kjósa stórgæzlumann kosninga. Mælti hann ágæt- lega með því, eins og hans er vandi, því hann er mælskur með afbrigðum, og var það samþykt með 47 atkv. gegn 6. St. St. hafði áður haft þennan starfa, en þá reynst gagnslaust, og báru sexmenningarnir það fyrir. En ég er hræddur um, að það hafi ráðið meiru, er einn pólitískur andstæðingur Einars þá sagði við mig, að hann væri hræddur um, að nota ætti Regluna í hags- muna skyni fyrir annanhvorn flokkinn. En það var óþörf hræðsla. Á því er nauðalítil hætta, það hefir reynslan sýnt. En hitt er aftur erfiðara, að fá menn, er hafa lag á að inna nokkuð nýtilegt af hendi í þessu efni. Fyrstur varð Sigurbur /ónsson, barnakennari, kosinn til starfsins; og verður ekki annað sagt, en að hann hafi unnið að því bæði með fullum skilningi og festu. Starfið var þá nýtt og ókunnugt, og ekki komið í fast horf. fá tók Helgi Sveinsson, bankastjóri, við því. Hann er dugnaðarmaður mesti, en hann hafði engan skilning á starfinu, og sinti því lítt. Eins og áður er sagt, var starfað mjög mikið að bindindis- útbreiðslu þessi ár, og var það starf mest framkvæmt að vetrin- um. Ríkti þá sú skoðun, að það væri bezti tíminn, til að fá fólk til að sækja fundi; og mun það rétt vera, einkum á Suður- landi. Pessar ferðir voru oft alt annað en skemtiferðir fyrir regluboðendurna; á stundum voru þær jafnvel hættulegar. í slíkri för var Indriði Einarsson nærri orðinn úti. Fór hann þá til Eyrarbakka, til að halda þar útbreiðslufundi. Lýsir Indriði sjálfur ferð sinni á þessa leið í »Minningarriti templara«: »hann 29. des. 1899 hafði ég vígt Góðtemplarahúsið á Eyrarbakka, og um kvöldið og fram á nótt var þar hátíðahald mikið með dansi. Eyrbekkingar höfðu komið á fót góðum hornaflokki; lúðrarnir gullu alt kvöldið og fram undir morgun, en kl. 1 ætlaði ég að hætta að dansa og hvfla mig; því kl. 6 næsta morgun ætl- aði ég að fara á stað, og ganga 66—68 rastir til Rvíkur. Gleðin skein á hverri brá í danssalnum; ég hafði þess vegna ekki tímt að 13’

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.