Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Page 36

Eimreiðin - 01.09.1915, Page 36
*92 fara þaðan, þegar ég settist fyrir, til þess að hvíla mig undir næsta dag. Ég var gestur, og Eyrbekkingar kunna því ekki. að gestunum leiðist. — Stúlkurnar buðu mér upp, hver á fætur annarri, og ég tók hverju boði með þökkum; því ég vissi, að ég mátti ekki láta mér leiðast. Og eftir mikinn dans, kom ég heim kl. 4 um nóttina, og var á fótum aftur kl. 6 um morguninn, og hélt með fylgdarmanni mín- um út í vetrarnóttina. Á Hellisheiði gengum við fram á mann, sem ætlaði til Rvíkur. Fylgdarmað- ur minn kvaddi mig þar, og gaf mér sjóvetlinga sína. Ef hann hefði ekki gert það, þá hefði ég ekki tíu fingur á höndunum nú. Sólin skein á heiðinni, og ný- fallinn skínandi bjartur og hvítur snjór lá yfir öllu, hvar sem augað eygði. það er snjóbirtan, sem gerir flesta íslendinga blinda. Nýi fylgdarmaðurinn bar þunga byrði; ég sá, að við áttum ekki samleið, og skildi við hann. Kl. 2 kom él yfir mig, en heiðin er vel vörðuð, og kl. 3 síðd. kom ég að Kolviðarhól; hafði har miðdegisverð og kaffi. Laust fyrir kl. 4 kom sæluhúsvörðurinn inn til mín, og var nokkuð íbygginn. »Frostið er 160 á Celsius,« sagði hann. »Tvisvar hafa menn farið héðan á móti mínum ráðum, og gtkk bæði skiftin illa. Ég hefi verið að hugsa um að kyrsetja yður, en þér eruð svo andskoti röskur, að ég vona, að þér hafið það.« Ég fór út í nóttina og hríðina. Kl. 5 hvarf mér vegurinn undir snjóinn. Að ég misti vegar- ins, kom aðallega af því, að ég vissi af sæluhúskofa á hægri hönd, en hugsaði mér að koma ekki nærri honum, því þar kynni að Hggja dauður maður, helfreðinn, inni. En ég er svo líkhræddur, að ég býst við, að ég flýi fyrir líkinu af sjálfum mér, þegar þar að kemur! Kl. 6 var ég viltur, og ég fór að sjá ofsjónir, mér til mikils ama. Ég gekk fram hjá hól, og sá glugga á hólnum. Fyrir gluggunum voru hvít gluggatjöld, og skein ljós á gluggatjöldin að innan. Ég horfði á þetta, og það fór að fara um mig. Hvert skifti sem ég reyndi á augun, til að sjá eitthvað út í sjóndeildarhringn- um, sýndist mér, að logandi ljósum væri kastað upp í loftið, og að þau féllu log- andi niður aftur. í*að mun hafa verið snjóbirtan á heiðinni um daginn, og svefn- leysi í margar undanfarnar nætur, sem ollu sjónunum. Ég fór um eyðihraun og ófæran veg. Lífi mínu var hætt, því ég gat dottið ofan í hraunsprungu, og ég gat fest fótinn í hraunglufu og fótbrotnað. Hvað eftir annað gekk ég inn í hrafnahóp; þeir flugu upp og görguðu, hvenær sem mig bar að. Mér kom í hug, að þeir vissu, að ég væri viltur, og að þeir ætluðu sér augun í mér fyrir morgunverð. Kl. 12 um nóttina nam ég staðar við hraunketil. í honum var nokkurt skjól fyrir næðandi norðangarðinum, og þar ásetti ég mér að láta fyrir berast um nóttinu. Næsta morgun mátti vel vera, að ég yrði að ganga 35 rastir, áður en ég kæmi til mannabygða. Í*ví enga hugmynd hafði ég gert mér um það, hvar ég væri staddur. Eftir því, sem taldist til síðar, hafði ég gengið 84 rastir þennan dag, áður en ég settist niður. Ég settist niður kl. 12, og ætlaði að sitja og hvfla mig í sex tíma. Ég vissi það, að ef ég sofnaði, þá mundi ég ekki vakna aftur til þessa lífs. Frostið lilaut að vera 20 stig. Ég varð að halda mér vakandi. Litlar líkur voru til þess, að lifa nóttina af. Ég settist á skinntöskuna mína. Snjórinn hafði komist niður í stíg- vélið á hægra fætinum og þiðnað við líkamshitann. Ég sat og hallaði mér áfram alla nóttina, til þess að vakna við það, að detta á andlitið, ef ég sofnaði. Barátt- an við frostið var einkar hörð. Hálfa nóttina barði ég höndum á hnén, til þess að fá hita fram í fingur og niður í tær. Með þunnum trefli batt ég mér strút upp undir augu, til þess mig skyldi ekki kala á andlitið. Kl. 1 '/a leit ég á úrið mitt,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.