Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Side 46

Eimreiðin - 01.09.1915, Side 46
202 vildi, að atkvæðagreiðslan færi fram fyrir alþingi X907, og væri leynileg, og samþykti þingið þessa tillögu með þeirri breyting, að atkvæðagreiðslan skyldi fram fara samhliða næstu alþingis- kosningum. Engir þingmenn töluðu á móti málinu, allir virtust telja það sjálfsagt, að málið yrði undirbúið sem bezt til síðari umræðu og úrslita. Álit nefndarinnar er hiklaust það skjal, er mestri frægð hefir náð af öllum íslenzkum stjórnmálaskrifum. Eg efa, að það mál sé til hér í Norðurálfu, er nefndarálitið hefir ekki verið þýtt á, auk þess að það hefir verið prentað oft í 51. Björn Kristjánsson. 52. Stefán Stefánsson, Fagraskógi. Ameríku, Asíu og Astralíu. Hvar sem getið er bindindisstarf- semi á íslandi, er þess getið ásamt nefndarmannanna. En það virtist ekki vekja jafnmikla athygli heima á Islandi. Og næstu ár, eða alt til atkvæðagreiðslunnar, virtist það liggja niðri að mestu, að öðru en því, er templarar störfuðu. Raunar fluttu Pjóðólfur og Gjallarhorn nokkrar greinar á móti málinu, en að öðru komu ekki opinber andmæli gegn því. Á Stórstúkuþinginu 1907 voru gerðar ráðstafanir til undir- búnings atkvæðagreiðslunnar af hálfu templara. Var öllum templ- urum ljóst, að þeir yrðu að vinna af kappi og dugnaði, og að þeir yrðu að leggja mikið á sig, ef þeir ættu að sigra. Ekki svo mjög vegna þess, að þeir ekki hefðu meirihluta meðal

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.